Hræddir... og glaðir Bandaríkjamenn

Þó svo fjöldi kaþólikka í US sé hlutfallslega ekki mikill, verður þessi frétt um hugsanlegt líf á öðrum hnöttum vart til að gleðja Bandaríkjamenn. Allt frá því Orson Welles stóð fyrir útvarpsleikritinu Innrásinni frá Mars, árið 1938, hafa þeir vestur í Ameríku horft áhyggjufullir til himins. Og ekki varð það betra eftir að Rússar skutu Spútnik á loft tæpum tveimur áratugum síðar. "Watch the skies!" Og undarlegheitin halda áfram. Sbr. færslan "Dularfullu salthellarnir";  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/527282/

War-Of-The-Worlds

Já - ég hef áður nefnt sérkennilega olíubirgðasöfnun Bush-stjórnarinnar í neðanjarðarhellum Suðurríkjanna. Af einhverjum ástæðum hafa Bandaríkin undanfarið verið að hamstra olíu af mikilli áfergju og auka við neyðarbirgðir sínar, þrátt fyrir óljós markmið og gríðarlegan kostað. Bæði er þetta afar dýrt fyrir ríkissjóð Bandaríkjanna og þrýstir olíuverði upp, almenningi til armæðu. Menn voru farnir að velta fyrir sér hvort þetta þýddi að árás í Íran væri að bresta á. Eða e.t.v. bardagi við geimverur? 

OilWarPeace

Þetta var sem sagt hin undalegasta stefna hjá Bush og mönnum hans. En loks vökunuðu menn þar á bæ upp. Telja nú nóg komið og vilja stöðva þessu fáránlegu stefnu Bush. Í gær ákvað öldungadeildin, með 97 atkvæðum gegn 1, að hætt yrði að bæta í neyðarbirgðirnar þar til olíuverð færi undir 75 USD. Bæði Hillary Clinton og Obama greiddu atkvæði með tillögunni, en John McCain "missti af" atkvæðagreiðslunni.

Áður hafði fulltrúadeildin samþykkt tillöguna með 385 atkvæðum gegn 25. Nú er bara eftir að sjá hvort Bush skrifi undir lögin eða beiti neitunarvaldi (sem í reynd reynir vart á við þessar aðstæður - þegar meira en 2/3 öldungadeildarinnar hafa greitt atkvæði með frumvarpi er neitunarvaldi almennt aldrei beitt, vegna tiltekinna stjórnskipunarreglna í Bandaríkjunum).

En um leið og þessir atburðir gerðust, skeði nokkuð annað sem etv. skiptir miklu meira máli fyrir þróun olíuverðs næstu árin og framgang umhverfisverndar: Öldungadeildin samþykkti nefnilega á sama tíma að henda út tillögu Bush stjórnarinnar og repúblíkana um að leyfa olíuborun innan friðaðra heimskautasvæða í Alaska. Já, það lítur út fyrir að 13. maí 2008 sé sigurdagur fyrir umhverfisvernd í Ameríku. Og jafnvel ennþá meira fagnaðarefni fyrir þá sem veðja á enn hækkandi olíuverð. Enda stökk ég út í fiskbúð og keypti humar - þann stærsta og dýrasta sem í boði var. Svo sannarlega tvöföld ástæða til að fagna.

ArcticNoDrilling

Á myndinni hér til hliðar fagna öldungadeildarþingmenn úrslitunum og má þarna m.a. þekkja John Kerry. (Myndin er reyndar frá eldri atkvæðagreiðslu um sama málefni, þar sem tókst að tefja fyrir áformum Bush í Alaska).


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverntímann horfði ég á fyrirlestur á youtube þar sem fyrrverandi Area51 verkfræðigur einmitt taldi það að það lægi vitnseskja um það innan bandaríska stjórnkerfisins að eitthvað í þessa veru gæti verið yfirvofavandi.

Einnig fannst mér frekar undarleg þessi dómsdagshvelfing sem var boruð inní fjall á Svalbarða og sögusagnir um að norðmenn ofl þjóðir séu að bora "dómsdagshella". . Allskonarkenningar eru uppi í netheimum um að eitthvað sé "yfirvofandi" eitthvað meir en hvunndagsstríð bandaríkjamanna.

Kannski að þeir skili Elvis

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Kannski eru þeir nojaðir yfir komu Niburu (Planet X )

Meira um þetta HÉR   og hvað segir Wikipedia um þetta?

Georg P Sveinbjörnsson, 14.5.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband