Breytingar í Atlantshafsflugi

Alfred

Hef alltaf haft áhuga á flugmálum. Næstum jafn mikinn og á orkumálum. Held að það eigi sér djúpar rætur. Þegar ég var strákur austur á Klaustri lék maður sér stundum í kringum nokkra gamla, stóra trésleða, sem þar lágu og grotnuðu í reiðuleysi. Sagt var að þetta væru sleðarnir sem Alfreð Elíasson og félagar hefðu notað í leiðangrinum fræga á Vatnajökul 1951. Þegar þeir grófu upp amerísku skíðaflugvélina, sem þar sat föst eftir Geysisslysið, og flugu henni af jöklinum. Það fannst manni flott ævintýri.

Síðar lærði ég að fljúga hjá Helga Jónssyni og fylgdist einnig af aðdáun með uppgangi gamals leikfélaga úr æsku, Hafþórs Hafsteinssonar, sem byggði Air Atlanta upp með Arngrími Jóhannessyni. Hafþór er alveg einstakur öðlingur. Sjálfur fann ég að flugið hentaði mér ekki nógu vel til að gera það að atvinnu - fannst sjarmann vanta sem var í gamla daga.

Sótti þó um inngöngu í atvinnuflugnám eftir fyrsta árið í lagadeild, og fékk inni, en ákvað svo að halda áfram í lögfræðinni. Auðvitað tóm vitleysa. Hefði örugglega unað mér vel sem t.d. flugmaður á sjóflugvélum í Alaska eða jafnvel á þyrlu. En "skynsemin" varð yfirsterkari.

Plane_sunset

Undanfarið hef ég verið hugsi yfir stöðu Icelandair. Nýlega tók gildi breyting á reglum um flug milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sem heimilar t.d. British Airways að fljúga til US ekki bara frá Bretlandseyjum, heldur hvaðan sem er beint á milli Bandaríkjanna og Evrópu (EB). Afleiðingin verður hugsanlega stóraukin samkeppni í Atlantshafsfluginu.

Það kann að koma illa við Icelandair. Eða hvað? Um þetta segir m.a. hér á vef BBC:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7322233.stm 


mbl.is Hagnaður British Airways eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ketill

Open air agreement eins og það hefur verið kallað mun væntanlega koma verst niður á þeim flugfélögum sem eru minnst samkeppnishæf, t.d flugfélögum eins og american airlines sem flýgur eldgömlum flugvélaflota. Aldur véla, þjónustustig og verðlag mun skipta máli. Yfirfullir og óskilvirkir flugvellir líka. Ég las grein fyrir tveimur mánuðum í times sem greindi frá því að bandarísk flugfélög væru hvað verst búin þessum breytingum miðað við evrópsk. Air France sem nú þegar er með góðar tengingar vestur yfir og flottan þjónustustaðal ætti að standa vel miðað við það. Icelandair ætti einnig að vera það ef þeir halda þjónustustaðli og verði í sæmilegum farvegi. 

Anna Karlsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:31

2 identicon

Alveg sérstaklega áhugavert blogg. Ég bý í Bandaríkjunum og hef því mikinn áhuga á Loftleiðum og þeirra flugi. Sé eftir stöðinni í Baltimore, ekki nema rúmlega klukkutíma ferð á völlinn. Núna er það hátt í fjóra tíma á Kennedy.

Er líka me- flugpróf og hef gaman af gömlum bílum. Gaman að lesa um gamla Reinserinn. 

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband