Kol og hvalir

Tasmanía skipar sérstakan sess í mínum huga. Þar áttu sér stað hatrömm átök um vatnsaflsvirkjanir fyrir nokkrum árum. En íslensku tengslin eru náttúrulega þau, að Jörundur Hundadagakonungur endaði daga sína í þessari bresku fanganýlendu. 

Sydney

Það var mikið ævintýri að koma til Ástralíu. Þarna lentum við að vorkvöldi á Suðurhvelinu, seint í ágústmánuði 1998. Maður var þreyttur og slæptur eftir rúmlega 9 klkst flug frá Bangkok og trúði því ekki alveg að maður væri kominn á áfangastað. Fyrr en maður ók yfir sjálfa Harbour Bridge og Óperuhúsið blasti við.

Vegna vinnunnar (lögfræðistörf í Sydney) ferðaðist ég talsvert mikið um Nýju Suður-Wales. Og var hreint bergnuminn yfir því hversu náttúran og lífríkið var fjölbreytt. Fram til þessa hafði Ástralía í mínum huga verið rauð eyðimörk. En annað kom í ljós.

Newcastle_coal

En Ástralía var ekki eintómar dásamlegar strendur og stórfengleg náttúra. Eitt sinn átti ég erindi til hafnarborgarinnar Newcastle, ekki langt norður af Sydney. Mér var sagt að þar fyndi ég yndislegan gamlan bæ í enskum stíl. En þegar komið var á staðinn varð maður litt hrifinn. Utan við baðströndina lágu ryðgaðir dallar í röðum og biðu eftir að komast að höfninni. Til að lesta kol! Svæðið umhverfis Newcastle er nefnilega auðugt af kolum.

Og utan við borgina ók maður fram hjá risastórum kolahaugum, sem minntu reyndar stundum á kolafjöll.

Australia_Electricity

En þetta hefði svo sem ekki átt a koma á óvart. Auk þess að vera stór útflytjandi kola, er meirihluti rafmagns í Ástralíu framleiddur í kolaorkuverum. Eins og vel má sjá á skífunni hér til hliðar. Fyrir vikið stafar um 36% af allri losun CO2 í Ástralíu frá rafmagnsframleiðslu úr kolum. Reyndar eru áströlsku kolin óvenju "hrein". En samt...

Gaman að setja þessa subbulegu rafmagnsframleiðslu í annað samhengi. Sem kunnugt er, styðja flestir Ástralir hvalveiðibann og friðun hvala af mikilli eindrægni. Einu sinni fór ég með hreint ágætum áströlskum hjónum á veitingastað í Reykjavík. Maðurinn fékk sér girnilegan salatrétt með einhverju kjöti í. Hann spurði mig hvaða kjöt þetta væri. Fyrst hélt ég þetta vera lunda, sem olli þeim talsverðu uppnámi, en svo kom sannleikurinn í ljós.

Dolphin

Og sannleikurinn var enn svakalegri en sætur lundi. Þetta var kjöt af höfrungi. Hef ekki séð annan eins hryllingssvip eins og á eiginkonu þess ástralska þá. "Yo're eating dolphin!!" Fyrst varð hann svolítið forviða - en svo fannst honum þetta bara soldið kúl. Hann var orðinn hræðileg hvalaæta! Það yrði góð saga þegar heim væri komið.


mbl.is Tasmaníudjöfullinn að deyja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband