Stærsta flugfélag heims gjaldþrota?

OilTsunami

Örstutt er síðan olíutunnan kostaði 50-60 USD. En svo fór olíuverðið skyndilega að hækka hratt á síðari hluta ársins 2007. Og í upphafi þessa árs (19. febrúar 2008) gerðist hið ótrúlega; olíutunnan rauf 100 dollara múrinn í fyrsta sinn í sögunni. Og þegar þetta er skrifað er verðið yfir 133 USD.

Stóra spurningin er hvort þetta háa verð nú kæfi bandarískt efnahagslíf?

OilDrowning

Til samanburðar má nefna að fyrir tæpum 10 árum gerðist það að olíutunnan fór undir 11 USD (desember 1998). Þá varð auðvitað voða smart að spá lækkandi olíuverði. Snemma árs 1999 spáði Economist því í frægri forsíðugrein, að olíuframboðið væri að drekkja okkur og að verðið færi senn undir 10 USD og jafnvel undir 5 USD. Það fór reyndar á annan veg; olíuverð tók þvert á móti upp á því að hækka á ný... og hækka... og hækka.

En hátt olíuverð er ekki nein glæný saga. Þó svo 100 dollara þröskuldurinn sé auðvitað afskaplega spes, er þetta verð í raun svipað (að teknu tilliti til verðbólgu) eins og 1980. Þegar gíslatakan í Íran stóð yfir og stríðið hófst á milli Íran og Írak. Munurinn er sá að þá var það ekki vaxandi eftirspurn, sem olli verðhækkununum, heldur samdráttur í olíuframboði og ennþá tvísýnna ástand í Mið-Austurlöndum en nú ríkir.

stealth_fighter_plane

En að spurningunni; "verður stærsta flugfélag heims gjaldþrota" vegna olíuverðsins? Tæplega - því að baki þessu ágæta flugfélagi stendur ríkissjóður Bandaríkjanna. Hvaða félag þetta er? Auðvitað bandaríski flugherinn. Sem rekur u.þ.b. 5.700 flugvélar og er með 19 þúsund flugmenn.

Skv. nýlegri frétt CNBC eyddi flugherinn 6 milljörðum USD í eldsneyti á síðasta ári (2007). Kannski hljómar þetta ekkert svo voðalega há upphæð. En þetta er samt slatti; t.d. helmingi meira en eldsneytiskostnaðurinn var 2001.

wynne

Og hver 10 dollara hækkun á olíutunnunni eykur eldsneytiskostnað flughersins um 610 milljónir dollara. Það eru líka peningar. Við skulum a.m.k. vona að sparibaukur flughersins sé stærri en sá, sem Michael Wynne heldur á á myndinni hér til hliðar.

Wynne er, sem kunnugt er, yfirmaður bandaríska flughersins.


mbl.is Olíuverð nálgast 133 dali á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband