Nobody knows nuthin!

Hér kemur stutt saga af öldruðum snillingi:  

Stundum verð ég smá þreyttur á eltingaleik fjölmiðla við hlutabréfamarkaðinn. Og fleiri markaði, eins og t.d. olíuverðið. Ekki síst er orðalagið oft kómískt. Eins og t.d. í þessari frétt Morgunblaðsins, sem birtist í kjölfar þess að olíuverð hefur núna lækkað örlítið: "Eru nú taldar líkur á að heldur muni hægjast á olíuverðshækkunum... þar sem dregið hefur úr eftirspurn eftir eldsneyti... í Bandaríkjunum". 

M.ö.o. er verið að segja að líkur séu á að olíuverð haldi áfram að hækka - en bara aðeins hægar en verið hefur. Sem sagt örlítill slaki. En samt áframhaldandi hækkanir. 

Sannleikurinn er þó sá að allt vit allra "sérfræðinga" heimsins er nákvæmlega til einskis þegar verið er að spá framtíðarþróun olíuverðs. Þess vegna eru svona fréttir í reynd gjörsamlega marklausar.

Bogle

Hinn rétt tæplega áttræði Jack Bogle orðaði þetta skemmtilega í viðtali við Fortune í desember s.l.:

"Let me tell you all you need to know about the investment business. Nobody knows nuthin!"

Reyndar eru þetta ekki orð Bogle sjálfs. Heldur segir hann þetta hafa verið einhverja bestu viðskiptaráðgjöf, sem hann hafi nokkru sinni fengið. Og þetta var ekki aðeins besta ráðið, heldur líka hið fyrsta. Það var kollegi hans, sem gaukaði þessu að Bogle, þegar þeir unnu sem sumarstarfsmenn hjá verðbréfafyrirtæki á menntaskólaárunum.

Vanguard-logo

Og ráðið virðist hafa reynst Bogle nokkuð vel. Hann er stofnandi fjármálafyrirtækisins Vanguard og fyrrum forstjóri þess. Sjóðir Vanguard eru nú, rúmum þremur áratugum eftir að Bogle stofnaði fyrirtækið, um 1.300 milljarðar USD. Svona árangur næst aðeins með því að muna það, að taka EKKI mark á "sérfræðingum". Heldur beita eigin hyggjuviti eftir bestu getu.

Og Bogle bætti því við: "That sounds cynical, but we don't know what the markets hold, certainly not in the short run. We have no idea.". Eins og talað úr mínum munni! I love this guy.


mbl.is Dregur úr eftirspurn eftir olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband