Óvænt dramatík

Þetta var nokkuð dramtískur dagur. Olíuverðið lækkaði rúmlega 1,5% í dag. Það var sumpart óvænt því birgðastaðan í Bandaríkjunum, skv. hinum vikulegu miðvikudagstölum batnaði ekki. Heldur þvert á móti versnaði. Sem hefði að öllu eðlilegu, átt að orsaka verðhækkun á olíu. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í reynd er etv. að hefjast útbreytt og umfangsmikið ferli í Asíu, sem mun hugsanlega draga úr hagvexti í heiminum. Þess vegna er ástæða til að veita atburðum dagsins sérstaka athygli.

India_gasoline

Líklegasta ástæða verðlækkunar dagsins er að í dag urðu nokkrir atburðir, sem líklegir eru til að draga úr heimseftirspurn eftir bæði bensíni og díselolíu. Stjórnvöld á Indlandi tilkynntu um 11% verðhækkun á bensíni og um 9% á gasolíu. Þessi mikla verðhækkun er vegna lækkunar a niðurgreiðslum. Indland flytur inn um 3/4 allrar olíuneyslu landsins og stjórnvöld stýra verðinu. Indland berst við umtalsverðan viðskiptahalla og er að kikna undan því að halda olíuverði í landinu lágu með niðurgreiðslum.

oil_trade_asia

Þessi verðhækkun á Indlandi er þó smámunir í prósentum miðað við ákvörðun stjórnvalda í Malsíu, sem einnig var tilkynnt í dag. Þar verður dregið svo mikið úr niðurgreiðslum að olíuverð í landinu mun hækka stórkostlega. Bensínið hækkar um 40% og díselolían um nærri 65%! Fleiri Asíulönd eru sögð vera að hugleiða hið sama og reyndar hefur indónesía þegar fetað þessa leið (í apríl).

Niðurgreiðslurnar hafa verið að leika ríkiskassa þessara landa grátt. Óbreyttar niðurgreiðslur hefðu t.d. getað kostað Malasíu jafnvirði 17 milljarða USD á árinu. Sem er barrrasta þó nokkuð, eða fjórum sinnum meira en þar á bæ er eytt í heilsugæslu, skóla og her á ári.

En niðurstaðan er sem sagt þessi: Lækkandi olíverð á heimsmarkaði í dag, er líklega fyrst og fremst tilkomið vegna hækkandi olíuverðs! Skemmtilega öfugsnúið?

Þessar verðhækkanir í Asíu gætu leitt til mótmæla og óstöðugleika í löndunum. Verðhækkanirnar munu a.m.k. hvetja verðbólguna áfram og þaðan gæti verðbólga og óróleiki breiðst víðar um heiminn. Þetta eru sannarlega miklir óvissutímar. Sem líka skapa mörg tækifæri.


mbl.is Hlutabréf nutu góðs af lækkun olíuverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband