Tollað í olíutískunni

Fyrir nokkrum árum vöruðu menn við að fasteignabólur væru að myndast um allan heim. Þeir voru almennt kaffærðir sem rugludallar. Fólki færi fjölgandi, kaupmáttur færi vaxandi og land minnkandi. Þess vegna væri ofureðlilegt að fasteignaverð hækkaði mikið. Og hækkanirnar væru komnar til að vera, þó svo kannski myndi eitthvað hægja á þeim á næstu árum. En svo sprakk nú bólan engu að síður.

Nú er skyndilega komið í tísku að spá háu olíuverði. Og helst "yfirbjóða hæstbjóðendur". Nýjasta hefti Newsweek, dagsett 9. júní, er með forsíðufyrirsögnina " The $200 Oil Bomb". Í dag er vitnað i forstjóra Gazprom sem nefnir 250 dollara tunnu. Nú ætti Forbes að hafa næstu fyrirsögn: "The 300$ Oil Explosion is Real". Eða eitthvað álíka. Það myndi tryggja góða sölu.

Eitt er  það sem fær mann til að staldra við. Skyndilega eru flest verðmætustu fyrirtæki heims öll úr olíuframleiðslugeiranum. Exxon Mobile, PetroChina, Gazpron, Petrobras, Royal Dutch Shell, BP. Þessi sex virðast nú vera meðal tíu stærstu fyrirtækja heims m.v. markaðsverðmæti á hlutabréfamörkuðum.

Oil_Prices_Inflation_jan2008

Óneitanlega verður manni hugsað til Internetbólunnar. Þá röðuðu Internet-fyrirtæki sér í flest efstu sætin á listum yfir verðmætustu fyrirtæki í heimi. Richir Sharma, sjóðstjóri og sérfræðingur í nýmörkuðum hjá Morgan Stanley er einn þeirra sem hefur efasemdir um að olíuverðið í dag haldi lengi. Hann er m.ö.o. fýlupoki sem vill ekki vera með í leiknum skemmtilega að spá sem allra hæstu verði. Þvert á móti leyfir hann sér að spá að þróunin verði svipuð og 1980. Þ.e. að bráðum komi hraustleg lækkun. Það vill örugglega enginn leika við svona sérvitring. Eða hvað?


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Maður fær á tilfinninguna að þarna sé verið að leika leik sem því miður bitnar lang verst á þeim sem alls ekki mega við því að verða fórnarlömb tískunnar. Þ.e.a.s. fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar um jarðkringluna alla.

Birgitta Jónsdóttir, 10.6.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammala þer þetta er bola

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband