Óendanlegir möguleikar

Mannfólkið mun seint skilja alheiminn. Nú er búið að "degradera" Plútó, sem maður hefur alltaf litið á sem ystu reikistjörnuna okkar! Ég er auðvitað sármóðgaður fyrir hönd Plútó.

Sun_Tower_Sevilla

Mér hefur ávallt fundist óravíddir geimsins heillandi. Alveg síðan ég var smápatti og las um Andrés önd ferðast til fjarlægra stjarna í einu af dönsku Andrésblöðunum. Og eftir því sem árin liðu beindist áhuginn æ meir að stjörnufræðinni. Náði ákveðnum hápunkti í menntó, en hefur samt alltaf loðað við mig.

En nú horfi ég meira í "hina áttina" - í átt til sólarinnar okkar. Það var heldur klént að á Inter Solar 2008 var megin áherslan á PV (sólarsellutæknina). Ég álít CSP miklu áhugaverðari. Ekki síst fyrir fjárfesta. En málið er að þeir sem standa fremst í CSP-tækninni eru afar orðvarir og lítið fyrir að auglýsa um of hvað þeir eru að gera. Þeir vita sem er, að sigurvegararnir í CSP-kapphlaupinu munu verða framtíðarstjörnur í orkuiðnaðinum. Það eru Spánverjar sem í augnablikinu standa hvað fremst í þessari tækni, en einnig bandarísk og þýsk fyrirtæki. Ástralir og Kínvejar banka líka á CSP-dyrnar.

TREC_Potentials

CSP stendur fyrir Concentrated Solar Powar. Tæknin gengur út á að sólargeislum er með sérstökum speglum safnað í brennipunkt, þar sem gríðarlegur hiti myndast. Í dag leyfir þessi tækni ca. 500-600 gráðu hita á celsius, en búist er við að brátt náist að mynda yfir 800 gráðu hita og jafnvel meir. Hitinn knýr túrbínur, t.d. með gufuafli.

Það sem einkum er spennandi við þessa tækni, er t.d. að hún gæti hjálpað Evrópu að verða síður háð gas-, kola- og olíuinnflutningi frá Rússlandi og fleiri löndum þar í austri. Og sérstaklega ber að hafa í huga að nú er gert ráð fyrir að úranbirgðir heimsins dugi jafnvel ekki nema í 40 ár í viðbót. Sem getur þýtt mikinn samdrátt í kjarnorkuframleiðslu. Myndin hér að ofan sýnir hversu lítið svæði þarf til að CSP mæti allri orkuþörf heimsins, Evrópusambandsins og Þýskalands (minnsti kassinn). Svona til að gefa smá hugmynd...

TREC_desertec_map

Menn sjá fyrir sér sameiginlegt framtíðarnet vind og sólarorku fyrir Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Þó svo vindorkan sé mikilvæg, er það CSP sem er lykillinn að þessari framtíðarsýn. 

Fyrstu CSP orkuverin hafa þegar verið smíðuð. Eitt þeirra hefur þegar tekið til starfa sem einkarekið orkuver (í Nevada í Bandaríkjunum). Það er mikið að gerast í þessum bisness núna. En leyndin er líka mikil.


mbl.is Plútó fellur í nýjan flokk hluta í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þá ekki jarðvarmavirkjanir þegar að verða úreltar?

kveðja Raf.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband