Bissness fyrir Björgun!

Það er soddan fjárans barlómur núna á Klakanum! Úr því verktakabransinn heima á Fróni er í einhverri leiðinda lægð þessa dagana, er kannski rétt að benda mönnum á möguleikana. Ég hef áður vitnað til þess að áhættufíklar geta hugsanlega grætt mikinn pening í Sómalíu, þar sem nú er loks að fara í gang olíuleit (sjá færsluna "Puntland - land tækifæranna";  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/563314).

Fyrir þá sem eru ekki alveg jafn áhættusæknir, mæli ég frekar með verktakasamningum á hefðbundnari svæðum. Þar sem viðsemjandinn er barrasta fremur líklegur til að borga. Þá kemur auðvitað upp í hugann langstærsta og öflugasta olíufyrirtæki heims; Saudi Aramco í Arabíu.

Khursaniyah_Manifa_Field_2

T.d. fékk belgískt fyrirtæki nýlega samning við Sádana vegna undirbúningsframkvæmda við olíuvinnslu á s.k. Manifa-svæði. Þetta er samningur upp á nettan 1 milljarð USD.

Belgíska fyrirtækið er eins konar risaútgáfa af barninu hans Kidda Guðbrands, Björgun hf. Fyrirtækið, sem heitir Jan De Nul, mun sjá um dæluverkefni, þar sem m.a. verða búnar til eyjar og landtengingar til að nota við olíuborunina þarna utan við ströndina.

Sem fyrr segir er verkefnið upp á 1 milljarð dollara.  En heildarfjárfestingin vegna Manifa olíusvæðisins mun vera tíföld sú upphæð; 10 milljarðar USD. Í þessum fyrsta áfanga. Skemmtilegt.

Tungulaekur

Minnir mig á það að nú er Björgun hf. orðin hluti af Jarðborunum. Og Tungulækurinn austur í Landbroti er ekki lengur griðastaður þeirra Kidda Guðbrands, Eyjólfs Konráðs og Jóhannesar Nordal. Það var stæll á þeim félögum austur á Klaustri á sumrin hér í Den. Þegar þrenningin renndi á karrýgula Reinsinum hans Kidda að Skaftárskála. Hvar ég var bensínsgutti í nokkur sumur. Alltaf fannst mér Kiddi Guðbrands glaðlyndur og passlega hress. Kúl töffari. Og þeir Eykon og Nordal líka ævinlega í góðu skapi. Það er svona þegar maður kemur í Landbrotið eða á Síðuna. Þar er hreinlega ekki annað hægt en að vera í góðu skapi.

KiddiGudbrands

En nú eru þeir Kiddi og Eykon farnir yfir móðuna miklu. Og Tungulækur kominn í leigu - eins og hver önnur venjuleg veiðiá. Það finnst mér miður - það var eitthvað alveg sérstaklega sjarmerandi við það meðan sjóbirtingurinn í læknum fékk að mestu að vera í friði. Og nú er Björgun kominn undir hatt Geysi Green Energy. Hvað ætli Kiddi segði um það? Ég labba stundum eftir "læknum" og rýni eftir fallegum, skaftfellskum sjóbirtingi. Og hugsa um Kidda og leitina að Gullskipinu. Það voru góðir dagar.

Að vísu hef ég ávallt verið andstæðingur þess sem kalla má ofur-álvers-stefnu Eykons (sem var eins konar "álver-í-hvern-fjörð", svipað og Norðmenn gerðu á sínum tíma). En þetta voru skemmtilegir kallar. Þegar þeir komu í sjoppuna og keyptu sér pilsner og prins pólo. Á karrýgula Reinsinum. 

Svona geta nú Arabía og Landbrotið verið nátengd. Ég olíuleit í Arabíu leitt hugann að skaftfellskum sjóbirting. Sem er besti matur í heimi. En nú þarf ég að hlaupa og ná flugi til Madrid...

--------------------- 

PS: Orkublogginu hefur verið bent á, að í reynd sé það Þorsteinn Vilhelmsson sem fer með eignarhaldið á Björgun hf. Líklegt er að Þorsteinn sé maður að skapi Kidda Guðbrands.


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband