30.6.2008 | 11:32
"Killing an Arab"
"Standing on the beach, with a gun in my hand. Starting at the sea, staring at the sand. Staring down the barrel, at the Arab on the ground. I can see his open mouth, but I hear no sound".
Allt sæmilega þroskað fólk man eftir laginu frábæra, "Killing an Arab" með Robert Smith og félögum í Cure. Textinn er ekki hugsaður sem skítkast um Araba frá hendi Cure, heldur er þetta tilvísun til atburða í skáldsögu Albert Camus; Útlendingurinn eða l'Étranger.
Allt sæmilega þroskað fólk veit reyndar líka að Persar eru ekki Arabar. En Bush veit auðvitað ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut. Nema að hann og félagar hans þurfa að komast yfir olíulindir heimsins. Með öllum tiltækum ráðum. Í þessari færslu ætlar Orkubloggið aðeins að spá í Íran.
Fjölmiðlar hafa skilmerkilega greint frá "hræðilegum" áformum Íransstjórnar um að koma upp kjarnorkuverum. Ísraelar óttast að í reynd ætli Íranar að framleiða kjarnavopn. Og Bandaríkjamenn taka undir þetta og ýmislegt bendir til þess að Bandaríkin muni senn ráðast á Íran.
Þetta er allt hið versta mál. Öfgamennirnir sem stjórna Íran með harðri hendi eru vissulega vísir til alls. Á móti kemur að Íran hreinlega verður að úvega sér meiri orku. Og þá er kjarnorkan eðlilegur valkostur.
En hver er hin raunverulega ástæða þess að Bandaríkin viðra árás á Íran?
Það er nokkuð augljóst að Íran getur brátt staðið frammi fyrir algeru neyðarástandi í orkumálum. Þjóðin er í dag yfir 70 milljónir manna! Og fer hratt fjölgandi. Olíuframleiðslan vex aftur á móti engan veginn jafn hratt. Íran er afskaplega háð tekjum af olíu- og gasútflutningi sínum. Sem mest fer til Kína og Japan. Enn fremur er efnahagsástandið í landinu bágborið. Það er því hreinlega lífsnauðsynlegt fyrir Írana að framleiða meiri orku innan lands. Nefna má að Íranar standa framarlega í nýtingu vatnsorku. En til að fá raunverulegan og stóran valkost, er kjarnorkan kannski eðlilega það sem menn líta til.
Myndin hér sýnir vel hvernig olíuframleiðsla Írans hefur verið að dansa í kringum 4 milljón tunnur á dag síðustu árin. Íran, eins og mörg önnur olíuframleiðsluríki, virðist ekki geta aukið olíuframleiðsluna svo neinu nemi. Þrátt fyrir að nú bjóðist gott verð á markaðnum. Vísbendingar eru um að framleiðslan þar sé í hámarki. Ef Íran gæti aukið framleiðsluna myndi það tvímælalaust gerast, t.d. fyrir tilstilli fjárfestinga frá Kína.
Fjölgun írönsku þjóðarinnar og vonandi efnahagsuppgangur hennar í framtíðinni, mun leiða til þess að Íranar sjálfir þurfa að nota æ meiri orku. Það þýðir minni olíuútflutning og skertar tekjur. Þess vegna þurfa Íranar orku frá kjarnaverum. Þetta er ekki flókið. Og ekki ósanngjörn stefna.
En lítum burt frá kjarnorkuplönunum. Og skoðum einfaldlega strategískt mikilvægi Íran sem olíuframleiðanda.
Íran er einn allra stærsti olíuframleiðandi í heimi. Aðeins Sádarnir, Rússland og Bandaríkin framleiða meira af olíu. Íran er lika 4. stærsti olíuútflytjandinn. Einungis Saudi Arabía, Rússland og Noregur eru stærri. Það er því kannski ekki skrýtið þó Bush og félagar horfi löngunaraugum til Íran. Sem forðabúrs.
Vegna gífurlegra náttúruauðlinda í Íran ætti að vera hægt að leysa þetta mál. Jafnvel án kjarnorkuvera. Ég óttast þó að það sé þegar búið að ákveða "lausnina". Það verði innrás. En það er afskaplega ógeðfelld lausn. Íranar hljóta, eins og aðrar þjóðir, að eiga rétt til að ákveða hvaða orkulindir þeir nýta. Þeir hljóta líka að verða hvattir, eins og aðrir, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, með því að leggja aukna áherslu á orkuframleiðslu sem hefur minni loftslagsáhrif. Sama hvað hver segir; kjarnorkan er og verður helsta lausnin til að sporna gegn losun koltvíoxíðs. A.m.k. þegar litið er til ca. næstu 50 ára.
Ætli það sé ekki best að láta Cure enda þetta: "I can turn, or I can fire the gun. Staring at the sea, staring at the sun. Whichever I choose, it amounts to the same. Absolutely nothing!"
Leyniaðgerðir gegn Íran auknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Ketill Sigurjónsson
- Arnar Steinn
- Ágúst H Bjarnason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Guðmundur Magnússon
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hrannar Baldursson
- Júlíus Sigurþórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Þorkelsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Skák.is
- Vefritid
- Hagbarður
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Stefán Gunnarsson
- Guðjón Baldursson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiður Ragnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Steingrímur Helgason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- HP Foss
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Ívar Pálsson
- Hallur Magnússon
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Arnar Pálsson
- Árni Davíðsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kristjánsson
- Björn Emilsson
- BookIceland
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Fjarki
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Björgvinsson
- Frosti Sigurjónsson
- Gerður Pálma
- Gísli Ingvarsson
- Grétar Eiríksson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Gullvagninn
- gummih
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Halldóra Halldórsdóttir
- Haraldur Baldursson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Haraldur Sigurðsson
- Heidi Strand
- Heimir Ólafsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Héðinn Björnsson
- Hólmfríður Pétursdóttir
- Hörður Halldórsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Indriði Viðar
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Finnbogason
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kama Sutra
- Kári Harðarson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristján Sigurður Kristjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magnús Birgisson
- Magnús Jónsson
- Marinó Már Marinósson
- Már Wolfgang Mixa
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingólfsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Pétur Þorleifsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Róbert Tómasson
- Samtök Fullveldissinna
- Sigurbjörg Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Bogi Ketilsson
- Sigurjón Jónsson
- Sigurjón Sveinsson
- Skeggi Skaftason
- Stefán Jónsson
- Steinn Hafliðason
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Trausti Jónsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Árnason
- Vísindin.is
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Hilmarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þór Saari
- Ævar Rafn Kjartansson
Tenglar
Mínir tenglar
- Orka og jarðhiti
- Næsta bóla?
- Þróun olíuverðs
- Er olían búin?
- Kyssum olíuna
- Á valdi óttans
- Ruglið í Economist
- The boys from Brazil
- Hubbert-trúin
- Dallas!
- Olían fór aðeins í 119.95!
- Kolefnisviðskipti
- Metanól á Íslandi
- Peak Oil Theory
- Spennandi tímar
- IceGreen
- Bjart framundan
- Frábært!
- Bjöggi og hvítabirnir
- Þýskt Heklugos
- Æsispennandi!
- Sjávarútvegsstefna EB
- Köbenbókunin?
- Lula!
- Dularfullu salthellarnir
- Kína þarf miklu meira
- Glæsilegur árangur
- Olíuveldið Danmörk
- Svalasti töffarinn?
- Obama er Íslandsvinur
- "Get the nuclear started"!
- Bankamaður bullar
- Þúsund og ein nótt
- Mikilvæg lög í USA
- Angóla er olíuspútnik
- Kennedy elskar Ísland
- Tinni og kolafarmurinn
- Vindorka fyrir vestan
- Framtíðarorka
- Olíubóla?
- Spámaður olíuguðsins
- Ótti og gleði í Ameríku
- Trilljón dollarar
- Frjálst Atlantshafsflug
- Heitasta sambandið!
- Fallegasta hönnunin?
- Bananalýðveldið
- Hrikalegt stefnuleysi
- Skelfingin í Kína
- Kol og hvalir
- Siðasti dropinn?
- Svart gull Norðmanna
- Í klóm efans
- Glæsilegt mannvirki!
- Endurkoma víkinganna
- Risagjaldþrot flugfélags?
- Fjósalykt á þingi
- Fagnaðarefni?
- Árás á Persíu?
- Skelkaðir Danir
- Arabía... mjög langsótt
- Ótrúlega ódýr olía
- Hjólandi snilld
- Nobody knows nuthin!
- BIG business!
- Tækifæri eða kafsigling?
- Lækkun vegna hækkunar
- Íslenskur sóðaskapur
- Álver og Álvör
- Fáránlega ódýr olía
- Land tækifæranna_
- Alvitur á Apaplánetunni
- Tollað í olíutískunni
- Decode pennystocks!
- Óendanlegir möguleikar
- Íslenski olíudraumurinn
- Olíu-Alí bregður á leik
- Brýr!
- Hikstar Kína?
- Pöddubensín
- The Nuke
- Bissness fyrir Björgun?
- Los chunguitos
- Í leit að sparibauk
- Eyðimerkursápa
- Ný heimsmynd
- Sól, vatn og salt
- Kókoshnetuveisla
- Grjónagrautur
- Stríð?
- Rockefeller
- Fucking smart!
- Enron-stelpurnar
- "Ég er betri en þú!"
- "Killing an Arab"
- Strákarnir í Stavanger
- Fjórði þríburinn
- Blautagull
- Dauðadaður
- EnOne
- Bláa gullið
- Kíkóti og vindurinn
- Úthafstúrbínur
- Íslenska vatnssullið
- Svaðilför í Surtsey
- Markaðstorg orkunnar
- Zagros!
- Olíudreki
- Geysir Green Energy
- Amerískir vindar
- Kill them all!
- Hamlet í sinningskalda
- Norsk Hydro í ölduróti
- SkyHook
- GAS!
- Glæðir
- Hrunið mikla
- Olíuviðskipti í ólgusjó
- Framtíðin í Öldudal
- Kaupsýslumenn og TED
- Vindkóngurinn glottir
- Las Vegas og Húgo
- Hið góða
- Fagmennska
- Úran (Kjarnorka I)
- Kjarnorka II
- Kjarnorka III
- Postorkumódernismi
- Orkustefnuleysi
- Olíusinfónían
- Eiríkur Batista
- VerðbólguÓmarkmiðið
- Spákerlingar bankanna
- Vesenið í Evrópu
- Drekagull og bíóbull
- From Russia with love...
- BP í ævintýraleit
- Össur og Össur
- Olíuvandræði Evrópu
- "Verðbólguskot"
- Trillion dollars
- Sólarorkan sigrar
- Þórsmerkurhjartað slær
- Þrek og tár
- Skákborð veraldarinnar
- Salthellarnir tæmdir?
- Drengur góður?
- Kjarnorkuveldið Íran
- Crush on Obama
- Þrumuguðinn og þóríum
- Rússnesk rúlletta
- Rio Tinto og úran
- Ísland talað í þrot?
- Paris Hilton
- Skjölin í Flórens
- Orkusnaran og N-Afríka
- Kjarnorkan á Indlandi
- Norskt þórín
- Norskt þórín
- Ölduorka
- Pólsk orka
- Alaska og Kárahnjúkar
- Færeyjar og Alsír
- Safe bet hjá Buffet?
- Misvindasamt
- Madonna og Ísland
- Nýja-Ísland
- Norðurskautið
- Arabískir gæðingar
- Metanól og DME
- Þörungaflug
- When rock was young!
- Ísland úr öskustónni
- Kviksyndi
- Mikil gleði í Mosdalnum
- Billjón tonn hjá Billiton?
- Nouriel Roubini
- Rússagullið
- Orkuboltinn Ísland
- Rússajepparnir koma
- Nótt í Moskvu
- Sólgyðjan
- Eyde og Einar Ben
- Das Kapital
- Alexander Lebedev
- Gæfa og gjörvileiki
- Turner, sól og tuddar
- Gaztroika
- Miller time!
- Tröllaorka
- LNG - og Onassis
- Mjallhvít...
- ...og dvergarnir sjö!
- Tangentopoli
- Golíat
- Fláráður stórvesír
- Djúpið
- Demanturinn
- Drekasvæðið
- Tárahliðið
- Vesturfararnir
- Leyndardómar Drekans
- Hvíti hákarlinn
- "Og sólin rennur upp"
- Orkuduftið hvíta
- Ghawar
- Saudi Aramco I
- Saudi Aramco II
- Olíufíkillinn
- Spennandi háspenna!
- Grænt pólflug
- Frá miðbaugi að Eyríki
- Stund þín á jörðu
- Olíuverðið!
- Demantar I (Angóla)
- Demantar II (Rhodes)
- Æpandi Drekabjartsýni
- Ali er vaknaður
- Bakkafjarðarsoldáninn
- Nýtt Ísland í fæðingu?
- Olíuballið er byrjað!
- Manstu...
- Bakken til bjargar?
- Bændaolían á Bakken
- Álið, orkan og Roubini
- Vatnaskil í Vestrinu
- Drekaskatturinn
- Ódýrasta rafmagnið
- Var 30 - er nú 70
- Recovery.gov
- Olíuhásléttan
- IRENA og véfréttin IEA
- Töfrakanínan NGL
- Vinur í Vestri?
- Línan er brotin!
- Bréfið frá Buffet
- ENRON
- Íslenskir uppljóstrarar?
- Hvað gerir Evrópa?
- Ef, ef, ef...
- Besta jólagjöfin
- Sádarnir safna skuldum
- FPSO
- Kraftur gegn kreppu
- Olíutromman
- Tölfræðistuð
- Olíusandur
- Græni kapallinn
- Fisker Karma
- Dan Yergin
- Tap Landsvirkjunar
- Skuldir Landsvirkjunar
- Silfur Egils I
- Silfur Egils II
- Tap Orkuveitunnar
- Hver á skuldir HS Orku?
- Hverjum klukkan glymur
- Orka og mútur
- Sandhóla-Pétur
- Texas á Jótlandi
- Í hlutverki leiðtogans
- Vindorka og sjávarorka
- Um vindorku
- Vindrafstöðvar á Íslandi
- Vindorka framtíðarinnar
- Sjávarfallavirkjanir
- Hafstraumavirkjanir
- Íslenskir straumar
- Ölduvirkjanir
- Osmósa- og seltuvirkjanir
- Er vindorkan dýr?
- Efnahagslegt tækifæri?
- Orkuframtíð Íslands
- Dagur jarðar
- Paradísarheimt?
- 2009 Missouri Summit
- Fangarnir í Sólhofinu
- Júdas og Kristur
- Suckers rally?
- Samsonarleiðin
- Nú er það svart...
- Fall fararheill?
- Í jöklanna skjóli
- Völva og snillingur
- Icesave
- Græni herinn
- Endurkoma styrjunnar?
- Kolefnisvísitalan
- "Spurðu vindinn"
- W-laga kreppa?
- Vofa Leópolds konungs
- ACES
- Sigraði raunsæið?
- Bill Reinert
- Tígrís!
- Hagkvæmnin skiptir öllu
- Silfurrefurinn
- Demantakonungurinn
- Engin lognmolla
- Upp... eða niður?
- Síðasti tunglfarinn
- Armstrong í Öskju
- Maritza
- Grænni framtíð
- O tempora o mores
- Kínverski risaskurðurinn
- Veolia og vatnið í Kína
- "Le Cost Killer"
- Sólargangurinn
- Skeppa af sojabaunum
- 150 ára afmæli olíuvinnslu
- Sandur í skónum?
- Um bjartsýni og svartsýni
- 1 lítri á hundraðið!
- Geitskór í Rúþeníu
- Kínverjar á orkuveiðum
- Áhrif olíunnar
- Hikstinn í Kína
- Paradís á Jörðu?
- Græðgin á kreiki í Írak
- Magma á Suðurnesjum
- BYD og Framtíðarorka
- Listagyðjan í olíubaði
- Þyrnirós í Texas
- Norman Borlaug
- Bifreiðaeldsneyti
- Græna kolaorkulandið
- First Solar í Kína
- Ylurinn frá Saudi Arabíu
- Drekinn snýr aftur
- Afleitar afleiður?
- Niður... eða kannski upp
- Olíulindir Líbýu
- Krókur á móti Beaty?
- Er Peak Oil afstaðið?
- Íslensk orkustefna
- Orkuskattar
- TvöfaltWaff
- Norðurskautsolían
- Funheitur jarðhiti
- 10.000 Flash Back
- Íslenskt metanól
- Fljótandi flugdrekar
- Drekinn: Draumurinn lifir
- Miðjarðarhafsævintýrið
- Mikilvægi tölfræðinnar
- Frjálsa olían á niðurleið
- Landsvirkjun
- Beaty, HS Orka og ESB
- Kverkatak OPEC
- Orkusjálfstætt Ísland
- Bonneville
- Búðarhálsbólga
- Bæjarhálsinn
- Vangaveltur um W
- AC DC
- Óskalandið?
- Hywind
- Renewable Deal
- Tækifæri í rokinu
- Flugumferð
- Siemens Direct Drive
- Loftslagsstefna Íslands
- Svona var það...
- E15
- Antonio Benjamin
- Nú er það svart!
- Söguleg froða?
- Rúlletta vindorkunnar
- Skilaboð frá COP15
- Heimabruggið
- Tíu dropar
- Villihænsnaveiðar
- Verðbólguótti og álbros
- Olíutoppur OECD
- Undir rauðru kápu Kína
- Heimsendspár
- Kon Tiki og Te Papa
- Blessar Guð Ísland?
- Icesave-lögin hin síðari
- Ólafur Ragnar í BBC
- Codexis
- "Frakkað" í New York
- Funheitt grjót
- Orkubloggið á Facebook
- Olíuhreinsun í US
- Raforkumarkaðurinn
- Burt með feitu kettina!
- Dýrir etanóldropar
- K-19
- Pickens í stuði
- Grænt Google
- Wanda!
- Aramco
- Khurais
- Ljúf og sæt í Cushing
- Askja Energy
- Bjöllurnar glymja
- Cantarell
- Leyndarmál um raforkuverð
- Strictly Confidential!
- Álsamkeppnin við Afríku
- Gullmyllan Glencore
- Ævintýri í Azerbaijan
- Samtök álfyrirtækja
- Deepwater Horizon
- Spennandi Valorka
- Svarta Perlan
- HS Orka & Magma
- Kjarnorkuolía
- OR á tímamótum?
- Silkileiðin
- Afghanistan og Grænland
- Vanmetinn jarðhiti?
- Eignarhald og arðsemi
- 65 ára reglan
- Afnotatíminn
- Gasrisi í úlfakreppu
- Skammsýni ASÍ og SA
- Orkuframtíð ESB
- Hvað finnst JR?
- Einka- eða ríkisvæðing?
- Orkumál á Íslandi
- Carter, Chris og Hirsch
- Skóflustungur
- Vítislogar
- Silfur!
- Tækifæri í jarðhita
- Sæstrengur
- Vatnsafl & Kína
- Aðvörunarorð
- Orkubrúin Tyrkland
- Skammsýni á Alþingi
- Suðurlandið til sölu
- Rothschild í hrávörustuði
- Wikileaks og olía
- Ísrael
- Nýársskaup
- NorGer-strengurinn
- Wallenberg og Elkem
- Hólmsá
- Íslensk orkustefna
- Orkustefnan í Silfrinu
- Forseta dreymir
- Olían á þrotum?
- Álverskórinn syngur
- Gasið í Egyptalandi
- Vesturlandahræsnin
- Spenna við Flóann
- Kjarnorkuslysið í Japan
- Græningjar fagna
- Ferðasaga frá Bakú
- Orkuþurrð í Bretlandi
- Eignarhald á virkjunum
- 30 TWst árið 2025?
- Hrávöruhöfuðpaurinn
- Sæstrengjaáratugur?
- Alterra Power
- Heimskautadraumur BP
- Vestas
- Olía í norðri
- Beutel og Pickens
- Norska gullgerðarvélin
- Íslenska rokið
- Norska Petoro
- Umræða um orkumál
- Virkjað í Eldsveitum
- Olían í Suður-Súdan
- "...Pamela í Dallas"
- Orka á Nýfundnalandi
- Google og Atlantic Wind
- Rammaáætlunin
- Sólveig & Gassled
- Prelude FLNG
- Vatnsaflið í Síberíu
- Gullregn
- Rosneft og ExxonMobil
- Sólsetur í vestri
- Gullæði í Yukon
- Kolarisinn Peabody
- Kolin í Mongólíu
- Olían við Grænland
- Keisarasprengjan
- Íslensk orkustefna
- Evrópa versus Gazprom
- Arðsemi Landsvirkjunar
- Gasæði í Póllandi
- Áratugur frá Enron
- Hólmsá í verndarflokk
- Norðlingaölduveita
- Gas í Úkraínu
- Pippa sjóðandi heit
- Kusur og hveiti
- Titringur á Hormuz
- Barmafull ofurskál
- Olíuævintýri framlengt
- Gunnvör
- Verkefnafjármögnun
- Landsvirkjun einkavædd?
- Íslensk raforkukauphöll
- Gasöldin gengin í garð?
- Orkumál Evrópu
- Hjemfall
- Námuvinnsla á Grænlandi
- Drekasvæðið I
- Drekasvæðið II
- Drekasvæðið III
- Falklandseyjar og Ghana
- Afródíta heillar
- Auðlindapistlar
- Rosneft kaupir TNK-BP
- Konungur Kaspíahafsins
- Bjargvætturinn Tight Oil
- Vatnaskil í veröldinni?
- Járnöldin síðari
- Námur Nataníels konungs
- Blóðrautt sólarlag?
- Keisarans hallir skína
- Vorhret hjá Desertec
- Hrávöruparadísin Brasilía
- Bless að blöffa?
- Risaálverin við Persaflóa
- Álverð og orkuverð
- Ögurstund í orkumálum?
- Gámafiskur í Helguvík
- Kínverska vistarbandið
- Miðjarðarhafskapallinn
Athugasemdir
Sæll Ketill,
Fræðilega séð og ef við tökum yfirlýsta stefnu og markmið Íransstjórnar og klerka-klíkunar út úr dæminu, þá er og væri 100% ekkert að því að Íranir kæmu sér upp kjarnorkuverum í friðsamlegum tilgangi og jafnvel að þeir kæmu sér upp kjarnorku vopnum ef þeir hefðu áhuga á því. verði þeim að góðu.
Þar sem hnífurinn stendur í kúnni, er sú staðreynd að ráðamönnum í Íran í dag er hreinlega ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum og það vita Ísraelar og það vita Bandaríkjamenn. Eins vinsælt og "PC" og það kann að vera að formæla BNA og Ísrael fyrir grimmd og árásagirnd þá er það varla samanburðarhæft við þann möguleika að gefa mönnum, með þau yfirlýstu markmið að útrýma öðrum þjóðum sbr. yfirlýsingar forseta Írans um Ísrael. Það vita það flestir sem vilja vita að Ísraelar búa núþegar yfir kjarnorkuvopnum og ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að það væri sennilega ekki mikið eftir af nágrönnum þeirra ef Ísraelar hefðu svipuð viðhorf til lífs og nágrannar þeirra boða.
Við skulum hugleiða þetta aðeins og spyrja okkur svo. Getur heimsbyggðin þolað það að trúarostækismenn með viðhorf frá tímum rannsóknarréttarins á Spáni, fái yfirráð yfir kjarnokru vopnum?
Kv,
Umhugsun.
umhugsun (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:06
Þetta er auðvitað eðlileg ábending hjá "Umhugsun". Samt sem áður er fælingarmáttur kjarnavopna annarra gríðarlega mikill. Ríki mun seint nota kjarnavopn. Þar sem það er einfaldlega ávísun á gjöreyðingu þess sjálfs.
Og að sjálfsögðu yrði Íran að virða alþjóðalög og leyfa eftirlitsmönnum frá SÞ að fá óheftan aðgang að kjarnorkuvinnslunni.
Ég leyfi mér líka að vitna í orð hennar Shirin Ebadi:
"Aside from being economically justified, it has become a cause of national pride for an old nation with a glorious history. No Iranian government, regardless of its ideology or democratic credentials, would dare to stop the program".
Ketill Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 12:28
Bush las The Stranger í fríi í Texas 2006.
http://www.slate.com/id/2147662
Ég man við vorum sumir að lesa Camus í Menntaskóla. Sniðugur stíll.
En efni Útlendingsins var, allavega að hluta, að söguhetjan myrðir araba á ströndinni... og hann iðrast ekki. Finnst það bara allt í lagi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.6.2008 kl. 12:42
Það voru og eru tveir aðrir möguleikar fyrir Írani í stöðunni sem gátu veitt þeim kjarnorku, án áhættunar á árás.
A) þeir gátu þegið boð Rússa um að setja upp og reka kjarnorkuver fyrir þá, auk þess að útvega þeim allt kjarnorkueldsneyti sem þeir þurfa til þess og fjarlægja kjarnorkuúrganginn. Það hefði veitt þeim nauðsynlega orku án þess að veita þeim aðgang að kjarnakleyfum efnum.
B) Leyfa óheftan aðgang eftirlitsmanna á vegum IAEA og hefðu t.d. geta boðið Frökkum eða Svíum (eða einhverjum öðrum óháðum ríkjum) að koma og skoða allt hjá sér og þannig sannfæra umheiminn um að kjarnorkuáætlun þeirra hefði ekki þann möguleika að þeir væru að smíða kjarnorkuvopn.
Þeir hafa hafnað báðum kostum og þrjóskast við að gera þetta sjálfir, bakvið luktar dyr, sem gefur fulla ástæðu til grunnsemda.
Það er engin ástæða til að leyfa þeim að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Júlíus Sigurþórsson, 30.6.2008 kl. 12:59
Sýður ekki upp úr hjá þér Ketill?. Af hverju ætti kjarnorkan að vera eðlilegur kostur fyrir einn stærsta ólífuframleiðanda heims? Ég hélt að lógík væri sterka hlið lögfræðinga.
Ég tek undir með Júlíusi, kjarnavopneign Írana er ekki nein lógík.
Ketill, það er leitt að þú notið mynd af barni sem dó í stríði Hizballah við Ísrael, sem helsta eldsneytið fyrir grein þinni. Er myndin línurit? Árás Hizballah var ekki út af olíu. Því var hrint af stað vegna vilja sumra araba til að útrýma Ísraelsríki. Íran styður Hizballah á allan mögulegan hátt. Barnið í höndum sjúkraliðans var fórnalamb ógeðfellds stríðs sem Íran stóð á bak við.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 18:12
Hvaða máli skiptir það, með hliðsjón af færslunni, hvort myndin er af barni, drepið af Ísraelum, Palestínumönnum, Sýrlendingum, Bandaríkjamönnum, Írönum. Írökum eða öðrum? Fyrir mér er skaðinn sá sami. Og ef Bandaríkin ráðast á Íran, mun það einfaldlega þýða skelfingu fyrir óbreytta Írani.
Ég ætla ekki að fara í rökræður um það hvort Ísraelar eru betra fólk en Arabar eða Persar. Eða öfugt. Slíkt væri auðvitað útí hött.
Hitt veit ég að í Íran búa 70 milljón manns, sem einfaldlega er fólk eins og við hin. Fólk sem á sér það markmið að koma börnunum sínum til manns, skipuleggur sumarleyfið, fer á skíði og vill eiga góða framtíð. Þetta fólk mun þurfa rafmagn eins og við hin. Og ólíklegt að svo verði nema byggð verði kjarnorkuver í landinu.
En að sjálfsögðu verða þeir sem stjórna Íran, að uppfylla alþjóðlegar reglur um varnir gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Og færslan hér að ofan fjallaði um að Íranir eigi rétt á að framleiða raforku með kjarnorku. Ekki var verið að segja að þeir ættu rétt á að smiða sér kjarnavopn.
Ketill Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 22:24
Ég þakka þér fyrir skýr og áhugaverð blogg, Ketill. Ég sá það fyrsta fyrr í kvöld og er núna búinn að lesa vel aftur í apríl. Haltu endilega áfram daglegum færslum þínum, ef MBA námið krefst ekki 100% tímans. Við hin njótum þess að lesa þetta.
Varla er hægt annað en að vera sammála þér með Íran. Það verður að fá að byggja upp sjálfstæði í kjarnorkuvinnslu til vaxtar í heimalandinu. Því miður verður maður líka að styðja úrvinnsluna á geislavirkum málmum, því að það er ekkert sjálfstæði ef hægt er að skrúa fyrir aðföng orku eða hráefnis til þjóðarinnar, eins og Rússar gera með gasið annars staðar. BNA hefur helst vopnavaldið, sem reynist slæm lausn þessa dagana. Það verður ekki aftur snúið með Íran. Í raun létta þeir á orkunotkun jarðar með því að nýta kjarnorku hjá sér eins og Frakkar með sín 80% rafmagnsframleiðslunnar.
Ívar Pálsson, 1.7.2008 kl. 00:18
Ekki bað ég þig, Ketill um að rökræða gæði kynstofna. Þú birtir óviðeigandi mynd, sem reyndar sýndi afleiðingu stríðsreksturs sem Íran stendur í um víðan völl. Það er sama Íran sem telur brýnt að fá sér kjarnorku.
Farðu á þessa síðu www.iranfocus.com útlaga Írana og sjáðu hvað þeir halda um áform Ahemdinejads og Ajatollanna um að fá sér kjarnorku.
Þú fylgist ekki með Ketill: AP birti þessa frétt nýlega (25 júní):
TEHRAN, Iran (AP) — Iran's parliament speaker on Wednesday warned that the West could face a "done deal" if it provokes Iran, in a rare hint by an Iranian official that Tehran could build nuclear weapons if attacked.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2008 kl. 05:13
Þetta er nú afleiðingar alls stríðsreksturs, Vilhjálmur, hvort sem það eru Ísraelar, 'iranir eða Bandaríkjamenn, sem eru að bomba hverju sinni.
AK-72, 1.7.2008 kl. 09:39
Enginn vill stríð AK-72, en miðað við hegðun Írana á alþjóðavettvangi síðan á 8. áratugnum, og hve margir hafa fallið í valinn af þeirra völdum, undrar það mig að aðrir en Saddam Hussain hafi ekki reynt að herja ógnarstjórnina í Íran.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.