Íslenska vatnssullið

Undanfarið hefur Orkubloggið m.a. fjallað um það hvernig sumir fjárfestar í Bandaríkjunum eru farnir að veðja á vatn og kaupa upp vatnsréttindi þar í landi. Sbr. færslurnar "Blautagull" (http://askja.blog.is/blog/askja/entry/582459/) og "Bláa gullið" (http://askja.blog.is/blog/askja/entry/584060/).

icelandicGlacial

En mér varð um og ó þegar ég sá sjónvarpsfréttir RÚV nú um helgina. Og fyrsta fréttin var um það, að Össur iðnaðarráðherra telur að íslenskt vatn verði brátt útflutningsvara upp á tugi malljarða króna. Maður fyllist hálgerðum kjánahrolli að heyra svona. Íslenskir pólítíkusar hafa sjaldan verið næmir á peningalykt. Þannig að þetta finnst mér nánast gera það skothelt að vatnsútflutningur "frumkvöðla" héðan verði dæmdur til að mistakast. 

Það er ekkert nýtt að menn fái þá hugmynd að flytja út íslenskt vatn. Og það er svona álíka frumlegt að ætla að selja vatn, eins og t.d. að ætla að framleiða og selja nýjan kóladrykk. Að markaðssetja vatn er fyrst og fremst barátta um að búa til vörumerki og sýna markaðssnilld. Auðvitað óska ég Jóni Ólafssyni alls hins besta í vatnsútflutningi sínum. En vona að menn fari gætilega og hlusti t.d. á ráðleggingar Davíðs Scheving Thortseinssonar, þess gamalreynda athafnamanns. Í útvarpsviðtali í gær kom Davíð Scheving einmitt með skynsamleg sjónarmið um hvernig standa beri að vatnsútflutningi. Þessir gömlu jálkar eru alltof sjaldan spurðir álits á nútíma bisness. Það er miður. Því fátt er dýrmætara en reynslan.

sol_kola

Það er líklega til marks um kynslóðaskiptin í íslensku viðskiptalífi, að í fljótu bragði fann ég enga mynd á Netinu af Davíð Scheving. Þannig að myndin af Sól Cola hér til hliðar verður að duga. Það fannst mér reyndar aldrei sérlega góður drykkur. En það er önnur saga.


mbl.is Ný vatnsleiðsla til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bottled water industry is bordering on the immoral, says minister

Phil Woolas, the Environment Minister, said it was daft that six million litres of bottled water were drunk every day in Britain when safe tap water was universally and cheaply available. His comments echoed concerns among environmentalists, who believe that the packaging, transportation and disposal of bottled water products creates unnecessarily high carbon-dioxide emissions.

It's just water, right? Wrong. Bottled water is set to be the latest battleground in the eco war

The bottled water industry will find it increasingly hard to write off water bottle pollution as a merely aesthetic issue. The research nets appear to be closing in. 'I am absolutely not clear why we need bottled water,' says Dr Richard Thompson, a marine scientist from Plymouth University, 'when we have one of the best municipal water set-ups in the world.'

Ef Íslendingar trúa sjálfir á gæði íslensks bergvatns, ættu þeir að sýna umheiminum það í verki með því að drekka vatn sitt  beint úr krananum, í stað þess að kaupa sama vatn, tappað á plastflöskur.

Mér fannst ekki koma nægilega skýrt fram í viðtali RÚV við Scheving-Thorsteinsson, að langstærstur hluti markaðarins fyrir átappað drykkjarvatn er að finna í löndum þar sem gæði og heilnæmi kranavatnsins er langt umfram ítrustu hollustukröfur (D: Bretland, hér að ofan). Átappað drykkjarvatn flutt um langan veg með flutningaskipum og flutningabílum gerir því ekki annað en að auka styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Þær þjóðir eða þjóðfélagshópar í löndunum í suðri sem helstu ættu að drekka gæðavatn úr norðri hafa hins vegar sístir ráð á slíku.

Vésteinn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er vonandi að einhver nái að gera gróðabisness úr vatnsnotkun í Vestmannaeyjum því ekki er Hitaveita Suðurnesja að græða á vatnssölu til fiskvinnslu og einkaneyslu.

Geir Ágústsson, 8.7.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband