9.7.2008 | 00:34
Svašilför ķ Surtsey
Surtsey er tvķmęlalaust einhver magnašasti stašur sem ég hef nokkru sinni komiš til. Hef ég žó fariš all vķša. Heimsóknin ķ Surtsey var sannkölluš ęvintżraferš og ég held ég hafi sjaldan oršiš fyrir jafn sterkri upplifun frį nįttśrunni.
Žetta mun hafa veriš sumariš 2002. Eftir aš hafa fengiš tilskiliš leyfi Surtseyjarnefndar žįverandi, var brunaš eldsnemma morguns į Land Rovernum austur aš Bakkaflugvelli og skotist žašan til Vestmannaeyja.
Dagana nęst į undan hafši mašur fylgst spenntur meš vešurspįnni enda nįnast śtilokaš aš breyta įętlašri dagsetningu fyrir feršina. Bśiš aš panta flugiš og bóka bįtinn. Og žvķlķk lukka. Upp rann žessi gullfallegi įgśstdagur. Allt stóš eins og stafur į bók og fljótlega vorum viš komin um borš ķ litla trillu ķ Vestmannaeyjahöfn, sem viš höfšum leigt til fararinnar.
Mig minnir aš frį Eyjum til Surtseyjar hafi veriš 2ja tķma stķm. Žetta var sannkölluš skemmtisigling ķ blķšskaparvešri. Viš vorum žrjś saman; ég, Žórdķs konan mķn, sem žį gaf śt Icelandic Geographic, og Danķel Bergmann, ljósmyndari. Tilefni feršarinnar var raunar aš Dan Hayes, hinn öflugi ritstjóri feršatķmaritsins frįbęra CNN Traveller, hafši bešiš Žórdķsi aš fara til Surtseyjar og skrifa grein um eyjuna ķ CNN Traveller. Danķel sį um myndatökuna og ég fékk aš fljóta meš. Grein žessi birtist svo ķ tķmaritinu snemma įrs 2003.
Aš stķga į land i Surtsey fyllti mann einhverri jómfrśartilfinningu. "First man on Mars kind of thing". Viš rerum frį trillunni į litlum gśmmķbįt og aldan fleygši okkur ķ sjóbariš stórgrżtiš. Aldrei hefši mašur trśaš žvķ aš hnullungar gętu oršnir svo hnöttóttir og sębaršir į rétt um 40 įrum, eins og grjótiš į strönd Surtseyjar.
Žaš var mögnuš tilfinning aš standa hressandi sjóblautur žarna į rifinu og njóta ęgifagurs umhverfisins. Uppaf fjörugrjótinu var ofurlķtiš sléttlendi meš nokkrum žrjóskum plöntum ķ biksvörtum sandinum og svo tók viš brött brekkan upp į toppinn, 170 metrum ofar.
Danķel lagši beint į brekkuna ķ įtt aš toppnum. En žaš var bersżnilega nokkuš torfęr leiš svo viš Žórdķs gengum žess ķ staš mešfram brekkunni, til sušurs. Eftir smį stund birtist hrauniš upp śr sandinum og žar lśrir lķtill kofi, sem Surtseyjarfélagiš nżtir sem sęluhśs. Eftir hressandi hįdegisverš; flatkökur meš hangikjöti, rśgbrauš og kókómjólk, var stefnan tekin į toppinn.
Žarna į leišinni upp var gott śtsżni aš sušur- og sušvesturströnd eyjarinnar og viš blasti gręn vin ķ svartri aušninni. Žar mun mįvurinn verpa og gśanóiš var fljótt aš skapa įburš og festu fyrir gróšur. Eins og sjį mį į myndinni hér til hlišar. Hśn og nęstu tvęr myndir fyrir nešan voru allar teknar af Danķel Bergmann ķ umręddri ferš. Um verk Danķels mį sjį meira hér: www.danielbergmann.com/
Nś var gengiš upp nokkrar aflķšandi brekkur klęddar grófu hrauni og svo tók slétt móbergiš viš. Žaš var nokkuš bratt og sumstašar stigu gufur upp um litlar sprungur ķ berginu. Žegar mašur setti hendi viš var hitinn žó ekki mikill.
Frį sjįlfum toppi Surtseyjar er stórbrotiš śtsżni ķ allar įttir. Upplagšur stašur fyrir kaffipįsu. Ķ noršri blasa Vestmannaeyjar viš ķ allri sinni dżrš. Og žegar rżnt var ķ heišan himinn til sušurs taldi ég mig geta grillt ķ Gręnhöfšaeyjar... eša var žaš sjįlft Sušurskautiš? En aš öllu gamni slepptu var žetta einhver sś fegursta sjón sem nįttśran getur veitt.
Aušvitaš klöngrašist ég lķka upp vesturbrekkuna. Žar tekur viš žverhnķpt standberg beint nišur ķ öldurótiš. Mašur fékk léttan fišring ķ magann viš aš horfa žar nišur ķ ęgikraft Atlantshafsins.
Ķ eyjunni er talsvert fuglalķf og aušvitaš mest sjófuglar. En viš rįkumst lķka į syngjandi glaša sólskrķkju, sem naut sķn vel ķ góša vešrinu. Mašur hafši reyndar gert rįš fyrir nokkrum kalsa žarna djśpt sušur ķ sjó. Og žurfti žvķ aš buršast meš peysur og ślpur, bullsveittur ķ hitanum. Ég hafši svo sannarlega ekki įtt von į blankalogni og hita ķ Surtsey!
Mešan viš dvöldum ķ eynni dólaši Hjįlmar skipstjóri į bįtnum ķ kring. Svo birtist lķka falleg skśta, sem virtist koma śr įtt Fęreyja og stefndi bersżnilega til Vestmannaeyja. En žegar viš snerum til baka til skips reyndist žaš nokkuš snśiš, enda aldan talsvert meiri en um morguninn. Allt tókst žetta žó farsęllega og įttum viš frįbęra heimferš. Hjįlmar sigldi m.a. meš okkur aš eyjum sunnan viš Heimaey meš žvķlķku sślugeri aš ég hef aldrei upplifaš annaš eins. Hreint tignarleg sjón aš sjį žęr žekja himininn fyrir ofan okkur.
Ég er stundum spuršur aš žvķ hver sé uppįhaldsstašurinn minn į Ķslandi. Žį svara ég jafnan Skaftafell. Žvķ žangaš get ég endalaust komiš og veit aš sį sem spyr mun einnig njóta žess. En meš sjįlfum mér hugsa ég "Surtsey". Hśn er algerlega einstakur stašur hér į jörš.
Aušvitaš fór Tinni til annarrar Surtseyjar. Ég gat bara ekki stillt mig um aš nota myndina.
Surtsey į heimsminjaskrį | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Višskipti og fjįrmįl | Breytt 10.7.2008 kl. 09:38 | Facebook
Athugasemdir
Mikiš eigiš žiš gott aš hafa komiš til Surtseyjar. Vonandi į ég žaš eftir!
Lįra Hanna Einarsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:09
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.