Zagros og svart gull Persa

iran-world-gas-reserves

Eins og stundum áður hefur Moggavefurinn lent í einhverjum þýðingarerfiðleikum. Fréttin um að Total hafi lagt á hilluna áform um olíuvinnslu í Íran er helst til ónákvæm. Því í reynd var um að ræða hugsanlega gasvinnslu, sem er auðvitað allt önnur ella en olían. Íran hefur yfir að ráða einhverjum mestu gasauðlindum í heimi. Einungis Rússar búa yfir meira gasi.

Mogginn ruglar sem sagt saman gasi og olíu. En reyndar er stundum sagt, að ekki sé munur á kúk og skít. Þannig að við hljótum að fyrirgefa Moggamönnum þetta smáræði. 

iran-world-Oil-Reserves

Víkjum frá gasinu. En stöldrum aðeins við olíubirgðirnar í Íran. Þær eru taldar vera hinar 3ju mestu í heiminum. Einungis Sádarnir og Kanadamenn búa yfir meiri birgðum. Og í kanadísku tölunum eru vel að merkja innifaldar olíuauðlindir þeirra sem er að finna í s.k. olíusandi. Sem enn er ekki farið að vinna í miklum mæli. Í dag er Íran einnig þriðji stærsti olíuframleiðandi heimsins (á eftir Saudi Arabíu, Rússlandi og Bandaríkjunum). Og það þrátt fyrir erfiðleika við uppbyggingu olíuiðnaðarins vegna lítils áhuga margra vestrænna olíufyrirtækja að koma inní þetta áhættusama land. Og Íran er fjórði stærsti olíuútflytjandinn (á eftir Saudi Arabíu, Rússlandi og Noregi). Þannig að segja má með réttu, að Íran sé eitt almikilvægasta olíuríki veraldar.

Zagros-mts-map

Mestur hluti af hinum gríðarlegu olíulindum Írana er að finna við rætur mikils fjallgarðar, sem kallast Zagros. Nafn sem hlýtur að vekja ævintýraþrá í hjörtum margra. Þessi gríðarlegi fjallgarður teygir sig allt frá Hormuz-sundi í suðri og 1.500 km norður eftir Persaflóa og meðfram landamærum Írans og Írak. Og reyndar allt norður til landamæra Tyrklands og Armeníu.

Hæstu tindarnir eru vel á fimmta þúsund metra (sá hæsti er rúmlega 4.500 m). Við rætur fjallanna, þar sem olíuna er að finna, byrjuðu menn að stunda landbúnað fyrir allt að 11 þúsund árum síðan. Þetta svæði er því svo sannarlega hluti af vöggu mannkyns.

Zagros_nature

Já - menning þekkist reyndar utan við ástkæran Klakann. Og það er víðar fallegt en í Skaftafelli. Örugglega gaman að tjalda sumstaðar við rætur Zagros.


mbl.is Hætta við olíuvinnslu í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband