Zeppelin framtíðarinnar

Tískan fer sem kunnugt er í hringi. Og kannski tíminn líka. Nú er Zeppelínið komið aftur!

Þetta er, held ég, fyrsta færsla Orkubloggsins sem ekki er tengd við neina frétt. Vegna þess að Mogginn virðist hreinlega ekki hafa uppgötvað þessa snilld. Og ég get bara ekki á mér setið að bíða lengur með að segja frá þessari framtíðarsýn.

Skyhook_2

Málið er, að nú er sjálft Boeing búið að tilkynna að þeir muni taka þátt í SkyHook-verkefninu. Það eru talsverð tíðindi.

SkyHook er kanadískt fyrirtæki sem hyggst byggja stór loftskip, sem munu nýtast við stórflutninga á svæðum sem eru erfið yfirferðar og hafa ekki almennilega flugvelli. T.d. á olíusvæðunum norðarlega í Kanada. Burðargetan á að vera 36 tonn og loftskipin að geta flogið 200 sjómílur á einni og sömu eldsneytishleðslunni. Hraðinn verður um 70 hnútar. Þar sem íslendingar eru sjómannsþjóð þarf ég auðvitað ekkert að vera að breyta þessum stærðum yfir í km eða km/klkst. Allir hljóta að vita hvað sjómílan er löng og hvað hnúturinn er mikill hraði. Og hananú.

skyhook

Burðargeta SkyHook er sögð verða um tvöfalt meiri en rússnesku ofurþyrlunnar "Mil Mi 26". Þeir hjá Boeing telja að þetta sé mjög áhugaverður kostur og að loftfarið muni hugsanlega geta flýtt stórkostlega fyrir ýmsum framkvæmdum á heimskautasvæðunum. Horfur séu á að fyrir tilstilli SkyHook geti ýmsar framkvæmdir, sem hingað til hafa verið áætlaðar eftir 15-20 ár, byrjað mjög fljótlega

Slogan þeirra SkyHook-manna er: "Taking industry beyond the last mile". Geisp. En Orkublogginu verður auðvitað hugsað til möguleika á uppbyggingu CSP-virkjana í Sahara (CSP stendur fyrir Consentrated Solar Power). Þar gæti SkyHook hugsanlega komið við sögu - því eitthvað er samgöngukerfið fátæklegt á þeim slóðum. Rétt eins og í norðanverðu Kanada. Gaman að þessu. 

 Hér má sjá fréttatilkynningu Boeing um þetta skemmtilega verkefni:  http://www.boeing.com/news/releases/2008/q3/080708c_nr.html

Og heimasíða SkyHook:  http://www.skyhookintl.com/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband