Vindkóngurinn glottir

Ætla bara rétt vona að olían fari ekki mikið neðar i verði. Það væri slæmt - fyrir framtíðina. Hátt olíuverð er nefnilega mesta hvatning sem hugsast getur til að framleiða umhverfisvæna orku. Í dag lækkaði verðið um 3,5% á NYMEX og fór undir 130 USD. Það er sama verð og var fyrir næstum tveimur mánuðum.

Wind_texas_plan

En þó svo olían hafi lækkað nokkuð síðustu dagana held ég að vindkóngurinn og nýjasti Facebook-vinurinn minn, T. Boone Pickens, brosi samt breytt. (Já - maður er auðvitað á Feisbúkk eins og hinir krakkarnir). Fyrir rétt rúmri viku hleypti Pickens af stokkunum áætlun sinni, Pickens Plan, um að Bandaríkin gjörbreyti orkunotkun sinni. Og hann hafði varla sleppt orðinu þegar Texasfylki tók athyglisvert skref í sömu átt

Nú eru framleidd rétt rúm 5.200 MW af vindorku í Texas. Í dag kynntu stjórnvöld í þessu gamla og góða olíufylki, áætlun sína um að meira en fjórfalda rafmagnsframleiðslu með vindorku. Með 5 milljarða dollara fjárfestingu í dreifikerfinu hyggst Texas bæta við meira en 18.400 MW af vindorku. Og það er ekki bara Pickens sem fagnar, heldur allur bandaríski vindorkuiðnaðurinn svo og orkudreifingarfyrirtækin.

Cartoon_US_foreign_oil

Pickens sjálfur segist vera búinn að fá nóg af því að Bandaríkin borgi 700 milljarða dollara á ári fyrir innflutta olíu. Þessari geggjuðu tilfærslu fjármagns frá Bandaríkjunum til Arabalandanna og ýmissa annarra ríkja verði að linna.

Pickens vill, sem fyrr segir, gjörbreyta orkunotkun Bandaríkjanna. Að a.m.k. 20% rafmagnsframleiðslunnar verði með vindi og að gasið verði nýtt til að knýja bílaflotann. Verði þetta ekki gert þurfi Bandaríkin að kaupa og flytja inn olíu næstu tíu árin fyrir 10.000 milljarða USD.

Það nái heldur ekki nokkurri átt að þjóð sem einungis nemur 4% af íbúum jarðar noti 25% af allri olíu heimsins. Þessu verði að breyta. Pickens telur unnt að lækka árleg olíuútgjöld Bandaríkjanna um 300 milljarða dollara eða 3.000 milljarða á 10 árum. Það munar um minna. Hér útskýrir sá gamli áætlun sýna:

Hér má lesa meira um áætlun Pickens:  www.pickensplan.com/ 

 

 


mbl.is 9% lægri en í síðustu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband