Fagmennska í stjórnarráðið

Askar

Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið ráðinn sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Tryggvi Þór var sem ferskur vindur í Háskólasamfélaginu á sínum tíma. Hann kunni sitt fag alltaf ákaflega vel, þótti mér. En virtist þó stundum nokkuð einstrengingslegur. Það getur verið vafasamt í hagfræði - þar eru engin "rétt" vísindi og mikilvægt að menn séu viðsýnir. Vonandi kemur Tryggvi Þór auga á skynsamlegar leiðir. Traustur maður. Fannst samt reyndar alltaf hálf kjánaleg myndin af forsvarsmönnum Askar Capital með hönd á pung. Eru þetta menn sem láta hendur standa frammúr ermum - láta verkin tala?

Annars fer manni að verða um og ó að heyra allar martraðarsögurnar af Klakanum. Svo sem þá um hvernig Glitnir á u.þ.b. að vera að fara á hausinn og Landsbankinn muni yfirtaka bankann. Skv. fyrirframgefnu leynisamþykki Fjármálaeftirlitsins. Kjaftasögurnar grassera svo sannarlega þessa dagana.

Íslenska fjármálaumræðan er reyndar smá þreytandi. Hvernig væri að viðurkenna að Kárahnjúkaframkvæmdirnar voru vitlaust tímasettar, einkavæðing bankanna alltof hröð og eftirlit hins opinbera með fjármálamarkaðnum gjörsamlega í molum. Fyrir vikið misstu stjórnvöld öll tök á efnahagslífinu. Í staðinn þarf maður endalaust að hlusta á þessa afspyrnu aulalegu samlíkingu um að partýið hafi verið mikið og fjörugt. Og þá hljóti að koma timburmenn. Sic.

Cartoon_US_OIL_addicted

Best að tala um eitthvað skemmtilegra og meira upplífgandi. T.d. það hvernig olíuþorsti Bandaríkjanna er að senda landið á allsherjar efnahagslegt afvötnunarhæli. Þeir eru reyndar alltaf sætir saman, þar sem þeir leiðast um grænar grundir eða gula sanda, þeir félagarnir Bush og Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud, konungur Sádanna. Hvort sem er á teikningum eða á ljósmyndum.

Ég veit. Auðvitað eru þetta bara fordómar sem hér örlar á hjá Orkublogginu. Það er að sjálfsögðu ekkert að því að tveir karlmenn leiðist. Bara góður siður þarna í eyðimörkinni. Og líklega myndi mannlífið allt strax verða miklu betra hér í norðrinu ef við tækum þetta upp. Kannski hefðu þeir Davíð og Halldór átt að leiðast stundum. Þá hefði þetta allt etv. endað betur.

bush_abdullah

En ég myndi nú samt frekar vilja leiða einhvern aðeins huggulegri en Abdúlla. Eða Bush. Eins og t.d.... George Clooney?  Veit samt ekki. Best að sofa á þessu í nótt.


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi pistill þinn er nú dálítið hressandi innlegg í umræðu álitamálanna. Og ekki skemmir að alvarleikinn gengur hvergi úr hófi. Mönnum verður að fyrirgefast þó þeir skopist að barnalegum útskýringum á þjóðarvandanum. 

Árni Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband