Þórsmerkurhjartað slær

Gunnar_Thoroddssen

Klakinn góði. Er bestur - þrátt fyrir allt. Nú eru menn eitthvað að barma sér yfir verðbólgu. Ég segi nú barrrasta iss, piss. Allt sæmilega þroskað fólk man vel þá tíma, þegar maður var í sífelldu kappi við gengisfellingarnar. Að gera "góð kaup", rétt fyrir gengisfellingu var rjómi rjómans. Í þá daga þurfti útsjónasemi til að græða pening! T.d. þegar ég keypti AKAI-steríógræjurnar á tímum ríkisstjórnar Gunnars heitins Thoroddsen. Daginn fyrir gengisfellingu - lýg því ekki. Það voru góð kaup. He, he. En ég held að ég hafi aldrei fyrr né síðar á ævinni lent í jafn svakalega agressívum sölumönnum eins og í Akai-búðinni á Laugaveginum hér í Den. Þeir voru rosalegir!

Já - maður saknar Klakans góða héðan frá flatneskjunni í Köben. Engin Þórsmörk hér! 

Þessi helgi verður tileinkuð íslenskri tónlist, hér á Orkublogginu. Hér kemur tómlistaratriði, sem ég held að sé hið hallærislegasta í sögu lýðveldisins. En samt... Samt finnst mér þetta hreint stórkostlegt lag og frábær flutningur. Hittir beint í mark. Íslenska Þórsmerkurhjartað kippist til. Kannski hið hallærislegasta - en líka hið dásamlegasta. Þetta er einfaldlega klassík. Rétt eins og Maríukvæðið (Þórsmerkurljóðið) hans Sigurðar Þórarinssonar. Dömur mínar og herrar; má ég kynna: Nína - með Stebba og Eyfa. Og er þetta ekki sjálfur Eyþór Arnalds sem snýr sellóinu svona lauflétt, í blálokin á laginu?:

 

Annað lag sem ég held mikið upp á kallast "Undir þínum áhrifum" með Stebba Hilmars. Börn geta verið skondin. Hann stráksi minn tók ástfóstri við þetta lag - líklega fyrst þegar hann var ca. 4 ára gamall. Var sísönglandi það og vildi alltaf hafa það á í bílnum. Og hefur haldið upp á það alla tíð síðan (hann er 7 ára núna). Og hrifning hans smitaði mig gjörsamlega. Þetta er frábært lag hjá Stebba.

Svo sagði ég stráksa mínum frá því, að einu sinni fyrir langa löngu hitti ég Stebba Hilmars og heilsaði honum. Var þá einhversstaðar niðrí bæ með vini mínum, sem þekkti Stebba. Held það hafi verið hann Bragi Þór, sem í dag er einn af forstjórum Eimskips.

Og ég verð barrrasta að segja, að Stebbi Hilmars var flottur og eðlilegur náungi. Líklega ekki nema 20 ár liðin síðan þá. Það gengur svona.

Sem sagt sagði ég stráksa mínum frá þessu. Og þið hefðuð átt að sjá þann stutta. "PABBI! Heilsaðirðu STEBBA HILMARS!" Virðing snáðans á föður sinum steig margfalt þann daginn. Stundum er lífið svo einfalt og skemmtilegt.

Og ég segi bara: Stebbi. Og Eyfi. Takk fyrir. Og hér kemur Stefán Hilmarsson, með þetta frábæra lag (og ég er strax kominn með tár í augun og góða tilfinningu í brjóstkassann):

 


mbl.is Hátíðir fóru vel fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei kvittað hér áður en mig langaði að þakka fyrir þennan pistil og lögin einnig. Hafðu góða helgi. Kv. úr Chicago,

Svanfríður (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband