Ţrek og tár

Iceland_Hrislan3

Árans. Enn missir mađur af verslunarmannahelgi. Sú besta var auđvitađ 1991; viđ Ţórdís tvö ein í íslensku kjarri í Borgarfirđinum. Síđan eru liđin 17 ár og tveir stubbar hafa bćst viđ í safniđ. Og nú síđast kisi og líka hvutti.

Önnur eftirminnileg verslunarmannahelgi var sú í Ţórsmörk hér í Den. Mun hafa veriđ 1988 held ég. Sem sagt 20 ára afmćli í dag! Ţađ var gott stuđ. Međ ţeim Braga, Ara, Jónasi, Ragga og fleiri góđum. Einhverjar skvísur voru eflaust ţarna líka. En held ţađ sé barrrasta horfiđ í ţoku tímans.

Og árin líđa. Hver gekk sína leiđ í sinni hamingjuleit. Og ţó mađur sé alltaf sami sokkurinn, breytist mađur nú samt. T.d. hef ég orđiđ meyrari međ árunum. Tárast auđveldlega viđ ađ heyra fallegt lag, eđa lesa um sorglegan atburđ. Afskaplega ólíkt mér frá ţví hér áđur fyrr. Ég held ađ karakterinn manns breytist talsvert mikiđ ţegar mađur eignast börn og sér ţau vaxa úr grasi. Ţá fyrst skynjar mađur lífiđ.

Vilhjalmur_Vilhjalmsson

Sama má segja um tónlistarsmekkinn. Hann breytist líka. Ţó svo ég haldi enn mikiđ uppá bćđi David Bowie og Bruce Springsteen, rétt eins og í menntó. En međan ég hef veriđ hér einn í MBA-náminu í Köben, hef ég mest hlustađ á Vilhjálm Vilhjálmsson. Mikiđ óskaplega var hann góđur söngvari. Svo vekur hann upp mikiđ af góđum minningum. Frá ţví ţegar mađur var snáđi í stofunni heima á Klaustri. Og Vilhjálmur söng í Óskalögum sjúklinga.

Mér finnst gott ađ hlusta á tónlist ţegar ég er ađ lćra. Ţađ truflar mig ekki. Ţvert á móti. Ćtli ég geti ekki tileinkađ MBA-gráđuna minningu Vilhjálms. Hann hefur a.m.k. haldiđ mér viđ efniđ marga nóttina. Yfir verkefnum og ritgerđum.

En ţó svo Vilhjálmur hafi veriđ hreint frábćr, er ţađ alfallegasta auđvitađ Ţrek og tár. Tćr snilld. Hvađ er betra en smá nostalgía? Hlustum og skćlum:

 


mbl.is Flogiđ stanslaust fram á kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđbjörn Guđbjörnsson

Sćll Ketill

Ţú ert smekkmađur á dćgurlagasöngvara og ţetta kemur frá fagmanni - óperusöngvara og söngkennara!

Ţađ er stađreynd ađ Vilhjálmur var sennilega einn besti dćgurlagasöngvari sem Íslendingar hafa átt. Raddbeitingin áreynslulaus og tćknilega örugg, frábćr inntónun og tónmyndun, ađ ekki sé minnst á "músíkaltetiđ", sem hann hafđi í ómćldu magni.

En ég held líka alltaf mikiđ upp Hauk Morthens og Ragnar Bjarnason ađ Björgvini Halldórssyni ógleymdum - allt frábćrir söngvarar.

Ţađ er svo skrítiđ ađ ţrátt fyrir ađ ég hlusti mest á klassíska tónlist í dag, ţá set ég ţessa stráka alltaf af og til á og klassískir söngvarar geta lćrt ýmislegt af ţeim. Ráđlegg ţér ađ skođa Frank Sinatra og Bing Crosby - snillingar.

Ţađ er raun synd hversu fáir dćgurlagasöngvarar vanda sig í dag auk ţess sem mér finnst stundum vanta einlćgnina í sönginn, en hún skiptir ađ mínu mati öllu máli.

Ég er sammála ţér um ađ Stebbi Hilmars er einn af ţeim sem stendur upp úr af ţeim dćgurlagasöngvurum, sem eru á markađnum í dag. Hinn stórsöngvarinn er auđvitađ Páll Óskar, sem er algjörlega óborganlegur og leggur alla sína sál í tónlistina.

Guđbjörn Guđbjörnsson, 3.8.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Páll Óskar er líka minn madur og Haukur Morthens audvitad. "Til eru frć"!Somuleidis Frankie boy - hann minnir mig líka alltaf á Godfather myndirnar frábćru.

Hef aftur á móti aldrei alminnilega nád ad tengjast Bo Halldórssyni. Líklega of mainstream fyrir mig. En dóttir hans er nokkud gód songkona. Eitt uppáhaldsjólalagid mitt er reyndar med Bo og Svolu. "Fyrir jól" eda eitthvad svoleidis. Adeins eitt íslenskt jóladćgurlag er betra; lagid med Stebba Hilmars og Sniglabandinu. Sígilt!

Í gćr sá ég hér í varpinu forvitnilega mynd, um einhvern náunga sem heitir Paul Potts (minnir mig). Símasolumadur, sem sló í gegn í Bretlandi í fyrra og starfar nú sem óperusongvari. Hreint lygileg breyting á lífi hans. Skemmtilegt.

Ketill Sigurjónsson, 3.8.2008 kl. 16:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband