Salthellarnir tæmdir?

Obama segist ætla að selja 70 milljón tunnur af olíubirgðum Bandaríkjanna. Les ég á mbl.is. Orkubloggið hefur áður fjallað um þessar birgðir Bandaríkjastjórnar. Það er saga sem minnir meira á X-files en raunveruleikann. Kannski ætti Obama barrrasta að moka öllu tunnudraslinu upp úr salthellunum, þar sem þetta er geymt. Reyndar er varla hægt að kalla þetta annað en hlægilega arfleifð frá þeim tímum þegar menn þóttust ætla að lifa af allsherjar kjarnorkustyrjöld við Rússa (Sovétríkin). Og svo skríða upp úr neðanjarðarbirgjunum og skreppa í salthellana sína í Suðurríkjunum, efir olíunni.

Salt_Cave

Ég lýg því ekki - leyndarhjúpurinn og annað i kringum þessar olíubirgðir Bandaríkjastjórnar slær út allar geimveru-bíómyndir sögunnar samanlagðar. Enn og aftur sannast það að raunveruleikinn er ótrúlegastur af öllu. Veit ekki til hvers menn eru alltaf að pára þessi skáldverk sín. Raunveruleikinn - þar er sko djúsinn!

Kannski er þetta bara hið besta mál. Að geyma 700 milljón tunnur af olíu þarna í hellunum undir Texas og Louisiana á 500-1.000 metra dýpi. Eins og búið er að gera meira og minna síðan 1975. Miðað við fólksfjölda væri þetta svipað og við hefðum falið 700 þúsund tunnur eða um 111 milljón lítra af olíu einhversstaðar djúpt í gjótum í Ódáðahrauni eða Guð má vita hvar. Sniðugt.

US_OIL_RESERVE.

En Kananum er auðvitað vorkunn. Þeim brá svo svakalega þegar olíuframboðið skrapp saman hér í upphafi 8. áratugarins góða, að þeir fengu þessa hugdettu að eiga smá til vara þarna niðrí jörðinni. Í dag eru þetta verðmæti upp á ca. 80 milljarða USD sem þarna eru geymd í "iðrum Snæfellsjökuls". Miðað við oliunotkun Bandaríkjamanna í dag myndi þetta rétt slefa sem birgðir í tæpa tvo mánuði. Það er nú allt og sumt.

En um það leyti sem menn sáu fram á að kannski væri þetta tómt rugl að geyma öll þessi verðmæti þarna niðrí jörðinni tóku fjárans svartklæddu klerkarnir völdin í Íran - einu mesta olíuríki heims. Þá svitnuðu sumir vestanhafs - enda væri t.d. lítt spennandi ef eitthvað svipað myndi líka gerast hjá blessuðum Sádunum. Þá væri nú aldeilis gott að eiga nokkra olíutunnur i kjallaranum.

us_strategicreservesgif

Bush er a.m.k. mjög fylgjandi þessum geymslum. Eitthvað voru birðirnar farnar að minnka undir aldamótin. En þegar flugvélarnar lentu á tvíburaturnunum í sept. 2001 var eitt það fyrsta sem Bush gerði, að æpa á sína undirsáta að fylla hellanna eins og skot og hananú. Og í janúar á liðnu ári (2007) stakk Bush upp á því við Bandaríkjaþing að birgðagetan yrði allt að tvöfölduð. Hækkandi olíverð síðan þá hefur líklega eitthvað haldið þinginu frá því að fylgja þessari brilljant tillögu eftir. Og nú þykist Obama ætla að minnka birgðirnar um 10% sisona. Meikar rosa diff, segi ég nú bara. Geisp.

Meira spennandi væri að vita hvort hífa eigi upp elstu tunnuröðina eða nýrri og gljáfægða 21. aldar brúsa. Reyndar myndi nú olíuverðið líklega lækka umtalsvert, verði af þessari hugmynd Obama. Í smá stund.

Umrædd eldri færsla um olíubirgðir Bandaríkjanna ber titilinn "Dularfullu salthellarnir" og hana má sjá hér:   http://askja.blog.is/blog/askja/entry/527282/ 

------------ 

Annars var ég í síðustu færslu búinn að lofa að fjalla aðeins um kjarnorkusamvinnu Persa og Bandaríkjamanna hér í Den. En ég er svo skollið sybbinn núna, að ég verð að leggjast flatur. Heyrumst kannski á morgun.


mbl.is Obama vill selja olíubirgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta eru snilldar- færslur hjá þér, Ketill. Þér tekst að draga saman á markvissan og skemmtilegan hátt helstu þætti sögunar og við njótum þess, takk!

Ívar Pálsson, 6.8.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband