Ísland talað i þrot?

ArniMatt

Þetta er satt að segja afskaplega óheppileg frétt á Bloomberg. Ráðherrann virðist nánast segja að Íslandi séu allar bjargir bannaðar. Eru menn ekki alveg heilbrigðir?

Annars er margt skrítið á Íslandi þessa dagana. T.d. hlutabréfamarkaðurinn íslenski. Virðist oft lúta öðrum lögmálum en slíkir markaðir í öðrum löndum kapítalismans. Nýlega birtust t.d. tölur um að Landsbankinn er að hagnast um ekki ósvipaða upphæð og Kaupþing. Samt sýnist mér, í fljóti bragði, að markaðurinn telji Kaupþing vera helmingi verðmætara fyrirtæki en Landsbankinn.

Það má vel vera rétt metið hjá hinum andlitslausa markaði. Finnst samt sérkennilegt að gengi Kaupþings skuli enn hanga yfir 700. Eru kannski stórir hluthafar í bankanum að verja verðmæti og veðhæfi sinna bréfa? Með því að kaupa smáræði af bréfum á degi hverjum og halda genginu uppi? Og lengja þannig í ólinni, ef svo má segja, og koma í veg fyrir veðköll frá erlendum lánadrottnum?

Kaupthing_Logo

Þetta háa verðmat markaðarins á Kaupþingi er meira að segja þrátt fyrir þá staðreynd, að skuldatryggingaálag vegna Landsbankans sé miklu lægra en vegna Kaupþings. M.ö.o. virðist skuldatryggingamarkaðurinn álíta Kaupþing miklu líklegri til að verða gjaldþrota en Landsbankann. Nú segja sumir reyndar að það sé ekkert að marka þetta skuldatryggingaálag, af því markaðurinn með þá pappíra sé lítill og óskilvirkur. Má vel vera. 

Kaupthing082008

Auðvitað eru þetta bara dylgjur og tóm vitleysa hjá Orkublogginu. Auðvitað veit íslenski markaðurinn betur en bæði Orkubloggið og útlendingarnir. Enda islenski markaðurinn liklega hvorki lítill né óskilvirkur. Og ljótt ef Orkubloggið ætlar að taka þátt í því með fjármálaráðherranum að tala Ísland í þrot. 

 

Og auðvitað vona ég að Kaupþing standi vel. Enda minn viðskiptabanki. En þetta kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir.

------------------------------------------

Frétt Bloomberg má sjá hér:   

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=a4xJpqNIZzvU 


mbl.is Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ert greinilega ekki vinsælasti bloggarinn þessa dagana. Menn vilja ekki heyra sannleika.

Hvað gerist ef Ísland fer í þrot?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað gerist ef Ísland fer í þrot?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ég veit reyndar ekki betur en ríkið standi prýðilega. Þ.a. engin vandræði þar á bæ. Það versta sem gæti gerst er væntanlega að ríkið þyrfti að taka yfir einhvern eða einhverja bankanna. Þar með myndu hluthafar bankanna tapa mestu af þeim verðmætum, sem í hlutabréfunum liggja. Síðar myndi ríkið selja viðkomandi banka á ný til einhverra ljúflinga. Kannski til þin og mín. Var það ekki einmitt alltaf planið hér um árið? Dreift eignarhald!

Hvort fall banka myndi valda almennu hruni á íslenska hlutabréfamarkaðnum eða hruni króununnar er ekki gott að segja. Það yrði þó vart nema tímabundið.

En bankarnir eru að skíla hagnaði og hlutabréfaverð þeirra virðist þokkalega stöðugt þessa dagana. Þannig að eigum við ekki bara að vona það besta! Og ekki vera að lesa eitthvað kjaftæði og dylgjur í anda Bölmóðs spámanns, á s.k. Orkubloggi.

Ketill Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband