Rússagullið

Á ýmsu átti maður von. En að Rússar myndu verða þeir sem bjarga Íslandi frá algeru hruni...!

Rusal_Logo

Er þá ekki bara tímaspursmál hvenær ljúflingarnir í Rusal byrja að byggja álverksmiðjur á Íslandi. Svo þætti Íslendingum eflaust gott að fá aftur herstöð. Fátt jafnast á við hermangið. Skiptir varla miklu hvort það er amerískur eða rússneskur her. Eða hvað?

Eins og Orkubloggið hefur sagt frá er Moskva tvímælalaust magnaðasta stórborg heimsins. A.m.k. af þeim borgum sem bloggið hefur heimsótt fram til þessa. Kannski maður ætti að drífa sig og ganga í MÍR. Einhvern tímann heyrði ég að það væri enn til - ku reyndar nú heita Félag um menningartengsl Íslands og Rússlands. Í stað Ráðstjórnarríkjanna.

M_tal

Ég kom einu sinni í húsakynni hins gamla MÍR. Mætti þangað sem unglingur að tefla við Mikhail Tal. Þann mikla skáksnilling. Hann stútaði mér í ca. 22 leikjum. Það  gengur svona. Man hvað Rússarnir reyktu svakalega.

Svo verð ég líka nefna að ekkert vodka jafnast á við rússnesk gæðavodka. Uppáhaldið er auðvitað Russian Standard, sem jaxlinn hann Roustam Tariko framleiðir. Hann er svalur.

PS: Kannski er þetta bara útsmogin strategía hjá Dabba og Seðlabankanum. Með tilkynningunni er pikkað í báðar lufsurnar sitt hvoru megin Atlantshafsins. Yfirlýsingin segir "vinum" okkar á meginlandinu að koma með gott lán strax - eða skammast sín ella um alla framtíð. Og "vinir" vorir vestanhafs fá áminningu um að þeir ættu kannski að bregðast vel við vandræðum Íslands. Ef þeir vilja ekki sjá rússneskan base á Miðnesheiði. Já - alltaf gaman að samsæriskenningunum.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það kemur í ljós á tímum sem þessum hverjir eru okkar vinir í raun 

Þetta er líka lausn á þyrluvandamáli landhelgisgæslunnar því rússar eiga víst kynstrin öll af gæðaþyrlum sem eru sérsmiðaðar fyrir heimskautaleiðangra.. 

nastrovia 

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hlálegt hálfkæringshjal, Ketill, sem hætt er þó við, að sumir værukærir og verr staddir taki alvarlega. Önnur verður umfjöllun mín.

Jón Valur Jensson, 7.10.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Hælfkæringshjal? Stundum er sagt að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Og ég virðist reyndar hafa verið sannspárri en mig sjálfan gat grunað. Nú í morgun birtist frétt á vef RÚV þess efnis að Oleg Deripaska sé annar aðalmannanna á bak við ákvörðun um hið meinta rússneska risalán til Íslands. Svo skemmtilega vill til að Oleg, þessi fertugi rússneski milljarðamæringur, á gríðarstóran hlut í Rusal. Sem er stærsta álfyrirtæki í heimi.

Frétt RUV er hér:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item230255/

Ketill Sigurjónsson, 8.10.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband