Ali er vaknaður

Í færslu Orkubloggsins á Gamlársdag, "Olíuverðið!", taldi bloggið augljóst að nýleg ákvörðun OPEC um samdrátt í olíuframleiðslu gengi ekki nógu langt. Og gaf til kynna að hann Ali-Al Naimi, olíuráðherra Sádanna, þyrfti að gera betur:

Ali al-Naimi_8

"Spurningin er bara hversu mikið þeir [Sádarnir] þurfa að skrúfa fyrir kranann til að koma verðinu upp? Það getur orðið þeim dýrkeypt að skrúfa of rólega fyrir. Orkubloggið trúir því ekki, að hann Olíu-Ali ætli bara að kippa skitnum 2,2 milljón tunnum af markaðnum. Eins og ákveðið var á fundi OPEC í Alsír skömmu fyrir jól. [...] Vissulega var þetta einhver mesti samdráttur í sögu OPEC fram til þessa. En hér þarf meira að koma til, kall minn!"

Ali_S_Arabiajpg

Í dag birtist svo frétt um að Sádarnir séu hættir að klóra sér í höfðinu og ætli nú að vinda sér í meiri niðurskurð:

"Saudi Arabia plans to go beyond OPEC's deepest ever single cut in supply as the world's top oil exporter looks to halt a slide that has lopped over $110 off the oil price since July. The kingdom will pump below its OPEC target in February at its lowest level in over six years and is prepared to go further still to balance a market battered by falling demand and a global recession, Oil Minister Ali al-Naimi told reporters on Tuesday. [...] Industry sources on Sunday told Reuters that Saudi planned to cut by up to 300,000 bpd below its OPEC target in February, a proactive step to balance the oil market."

ali-al-naimi-cold

Nú er að sjá hvort Sádarnir standa við stóru orðin. Samkvæmt orðum þeirra er þetta bara fyrsta skrefið í aukasamdrætti. Þetta gætu jafnvel orðið reglubundnar fréttir út árið. Fyrst 300 þúsund tunnur, svo 200 þúsund tunnur, kannski svo 400 þúsund tunnur...?

Sádarnir ætla sér greinilega að hlusta á Orkubloggið og ekki að endurtaka mistökin hroðalegu frá '86. En þeir verða að gæta sín. Að draga ekki of hægt úr framleiðslunni. Þá gæti verðið skyndilega steinfallið - jafnvel undir 20 dollara. Og þá gætu partýin í eyðimörkinni orðið ansið daufleg og köld.

----------------------

Færslan frá Gamlársdegi: http://askja.blog.is/blog/askja/entry/755198/

Frétt um samdráttin nú: http://www.cnbc.com/id/28636846 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Svo segir í fréttabréfi dagsins frá RGE Monitor'inu hans Nouriel Roubini (www.rgemonitor.com):

"Commodity prices, which already fell sharply in the second half of 2008, will face further price pressure in 2009. We estimate an average WTI oil price of $30-40 a barrel in 2009, as the fall in demand continues to outstrip supply cuts and production delays."

Ketill Sigurjónsson, 14.1.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

OPEC Cuts Jan. Oil Output Sharply: Petrologistics
By: Reuters | 23 Jan 2009 | 07:44 AM ET

Ketill Sigurjónsson, 26.1.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband