Olíuballið er byrjað!

Iðnaðarráðherra tilkynnti í dag "upphaf fyrsta útboðs vegna leyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna á landgrunni Íslands". 

DrekiArea

Vonandi verður þetta gott og fjörugt ball!

Orkubloggarinn er samt hálf svekktur. Ekki vegna þess að hann hefur undanfarið verið gagnrýndur fyrir leiðinda svartsýni vegna Drekasvæðisins. O-nei.

Heldur vegna þess, að fyrr í dag fékk Orkubloggið fremur daufleg skilaboð erlendis frá. Frá manni sem er hátt settur í olíubransanum og hefur skoðað Drekasvæðið og öll gögn um það. Í skilaboðunum segir m.a. eftirfarandi:

"With the very bad petroleum tax law I doubt that there will be many if any companies interested. The tax is not only high, but also unpredictable and containing very unusual elements."

Samkvæmt þessu er ekki nóg með að búið sé að ýkja upp væntingar vegna Drekasvæðisins. Heldur hefur stjórnvöldum tekist að búa til skattaumhverfi, sem mun fæla mörg ef ekki öll olíufyrirtæki frá Drekanum.

Þetta er allt saman mjög athyglisvert. Orkubloggið veit reyndar frá fyrstu hendi um nokkur olíufélög - bæði stór og smá - sem ætla að segja pass við Drekasvæðinu í þetta sinn. Bloggið yrði aftur á móti talsvert undrandi ef StatoilHydro sækir ekki um leitarleyfi.

-----------------------------------------------------

Upphaf útboðsferils olíuleitar á Drekasvæði

22.1.2009

Iðnaðarráðuneyti fréttatilkynning Nr. 1/2009

Í dag fimmtudaginn 22. janúar kl. 12:00 mun iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson opna vefsíðu vegna olíuleitar á Drekasvæði. Þar með markast upphaf fyrsta útboðs vegna leyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna á landgrunni Íslands. Á vefsíðunni er að finna gögn er varða útboð rannsóknarleyfa til olíuleitar hér við land. Umsjón með útboðinu og þeim sérleyfum sem af því kunna að leiða er í höndum Orkustofnunar, en útboðstímabilið varir til 15. maí 2009.  

Opnun vefsíðunnar mun fara fram í húsakynnum Orkustofnunar, Grensásvegi 9, Reykjavík. Fjölmiðlum gefst við þetta tækifæri kostur á að fræðast nánar um útboðið hjá fulltrúum iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar.

Reykjavík 22. janúar 2009

http://www.idnadarraduneyti.is/Forsida_IVR/nr/2681


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Það væri svo sem eftir öðru að búnir séu til útboðs-skilmálar af hendi

íslenskra stjórnvalda sem fæla flesta frá. Og svo kemur "áhugasamur"

aðili sem óskar eftir afslætti. Betri kjörum. Og fær þau. Minnir mann á sölu bankanna. En ég hélt að svoleiðis vinnubrögð væru ekki viðhöfð á Nýja-Íslandi...!

Ketill Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband