Tölfræðistuð

bjorgolfur_west-ham

"Please allow me to introduce myself. I'm a man of wealth and taste."

Hvort Orkubloggið telst vera auðugur fagurkeri er kannski álitamál. En bloggið er hrifið að gljáandi olíu og finnst útblásturslyktin úr þotuhreyflum með betri ilmum þessa heims.

Í samræmi við það er bloggið óþreytandi við að birta hin ýmsu línurit, skífurit, stöplarit o.s.frv. til að leggja áherslu á málflutning sinn um dásemdir orkuiðnaðarins. Enda segir mynd meira en 1000 orð!

Til eru þeir sem halda að olíuframleiðsla heimsins hafi náð hámarki - eða sé a.m.k. í þann mund að ná hámarki. Algengustu rökin fyrir þeim málflutningi eru hversu illa gengur að finna nýjar, stórar olíulindir. Ný olía er barrrasta ekki að finnast eins hratt og þörf er á - og það gengur mjög á þekktar lindir.

Færri vita hver hin raunverulega ástæðan fyrir hnignandi olíuframleiðslu er: Olíuframleiðsla er dauðadæmd af þeirri einföldu ástæðu að gott rokk er orðið sjaldgæfara en áður var! Síðhærðu rokkararnir jafnast ekki lengur á við þá sem var.

US_oil-rock

Þessari fullyrðingu til stuðnings, birtist myndin hér til hliðar. Hún sýnir okkur mat tímaritsins Rolling Stone á því hver séu 500 bestu rokklög allra tíma. Eða öllu heldur hvaða ár þessi 500 lög voru gerð.

Rauðu stöplarnir sýna sem sagt hversu mörg góð rokklög voru gerð á ári hverju. Bláa lína sýnir aftur á móti olíuframleiðsluna í Bandaríkjunum (utan Alaska). Þessi mynd sýnir, svo ekki verður um villst, að það er augljós fylgni milli góðra rokklaga og olíuframleiðslu!

Samkvæmt þessu má álykta sem svo, að t.d. rokkslagarinn frábæri Sympathy for the Devil sé helsta ástæðan fyrir gríðarlegri olíuframleiðslu Bandaríkjanna í kringum 1968. Það má hverjum manni vera augljóst. A.m.k. aðdáendum Mick Jagger og Rolling Stones - eins og Orkubloggarinn er.

finnurolafur

Spurningin er bara sú, hvort minnkandi olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hafi svona svakalega neikvæð áhrif á almennilega tónlist - eða hvort það er síversnandi tónlist, sem veldur því að gaurarnir og gellurnar í olíuiðnaðinum barrrasta ná sér alls ekki á strik!

Já - svona eru tengslin náin milli rokksins og olíunnar. Rétt eins og milli stjórnmálanna og fjármálalífsins. Kannski eru þessi tengsl einfaldlega náttúrulögmál. Verða ekki rofin, sama hversu vilji Orkubloggsins og jafnvel fleiri landsmanna til þess er mikill.

jonasgeir111

Þetta er svo sannarlega skrítin veröld. "And all sinners saints!" Spurningin er bara hvort pólítíkusinn í lok myndbandsins sé að selja banka? Jafnvel íslenskan banka?

Eða kannski er þarna barrrasta á ferðinni "arðgreiðsla" úr íslenskum sparisjóði? Sparisjóði sem nú er hruninn. Ætli menn taki kannski upp á því að skila "arðgreiðslunni"? Eins og Bjarni Ármannsson skilaði ágóðanum af starfslokasamningnum ljúfa. Við hljótum öll að bíða spennt...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2009 kl. 12:44

2 identicon

Sæll vertu.

Takk fyrir orkubloggið. Kíki hingað af og til.

Athyglisverðar greinar sem þú skrifar og bendir á ýmislegt fróðlegt.

Áhugavert samhengi sem þú bendir á milli Rokktónlistar og Olíu.

Kanski svipað og samhengið milli sölu á rjómaíss og fjölda nauðgana  í Bandaríkjunum.

Ég hef alltaf verið veikur fyrir fallegum bílum, Lincoln hefur framleitt ófáar útgáfur af fallegum bílum, svo takk fyrir tónlistarmyndbandið sem fylgir með þessum pistli.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband