Íslenskir uppljóstrarar?

Hér kemur önnur færsla um Enron, frá því í sumar sem leið. Nú veltir maður fyrir sér hvort einhverjir alvöru íslenskir þungaviktar-uppljóstrarar komi senn fram?

enron_skilling-lay_barsÞað voru konur sem komu upp um svindlið innan Enron. Ég vil sérstaklega nefna eina þeirra.

En fyrst nokkur orð um ótrúlega óskammfeilni þeirra félaga Jeff Skilling og Ken Lay. Eins og sagt var frá í síðustu færslu, komu fram nokkrar athugasemdir um reikningsskil Enron á árinu 2000. Þetta varð þó aldrei stórmál. En það vakti auðvitað athygli þegar Skilling hætti fyrirvaralaust sem forstjóri um miðjan ágúst 2001. Fljótlega eftir það hrundi spilaborgin og áður en 4 mánuðir voru liðnir var Enron lýst gjaldþrota.

Það er alveg makalaust að skoða hvað þeir Skilling og Lay sögðu um fyrirtækið þessa síðsumardaga í águst 2001. Tökum nokkur dæmi úr viðtölum við þá í blaðinu Business Week:

Ken Lay 20/8: "There are absolutely no problems that had anything to do with Jeff's departure... If there's anything material and we're not reporting it, we'd be breaking the law. We don't break the law..."

Skilling 24/8: "Enron is in great shape, with a deep bench of talent, despite a 50% drop in the company's stock this year... I firmly believe that the model that Enron has created, that's the future of business... I am very proud of what I and others accomplished at Enron. We built a company that, 10 years from now, 20 years from now, is going to be a factor to be reckoned with."

Ken Lay 24/8: "There are no accounting issues, no trading issues, no reserve issues, no previously unknown problem issues. The company is probably in the strongest and best shape that it has ever been in".

Skilling 24/8: "There are a couple of things I have got to get done over the next year or two... I tend to be a very enthusiastic, optimistic kind of person. I've almost never gone more than 30 days without having some sort of earth-shattering idea, most of them probably pretty crazy. But over the next couple of years, while I'm doing what I need to do, I'll probably come up with some new ideas.... You probably haven't seen the last of me."

Enron_2002_ime_Whistle

Svo mörg voru þau orð. Því miður fyrir þá Skillng og Lay eyðilagði stelpa ballið fyrir þeim. Sandkastalinn var úrskurðaður gjaldþrota aðeins 4 mánuðum eftir þessi viðtöl. 

Myndin er af þeim Sherron Watkins frá Enron, Coleen Rowley frá FBI og Cynthia Cooper frá WorldCom (talið frá hægri). Þessar þrjár voru útnefndar menn ársins af tímaritinu Time 2002.

Rowley hafði komið upp um skelfilegt klúður FBI í aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Klúður sem annars hefði hugsanlega geta komið í veg fyrir flugránin. Cynthia Cooper var starfsmaður í innri endurskoðun WorldCom og kom upp um spillingu Bernard Ebbers og fleiri stjórnenda WorldCom.

Enron_Time_Year2002

Sherron Watkins hóf störf hjá Enron 1993 og fluttist í fjármálasvið fyrirtækisins 2001. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra og lífið blasti við. En þarna runnu á hana tvær grímur.

Já - Sherron sá að eitthvað mikið var að því hvernig Enron hagaði reikningsskilum sínum. Hún bar málið undir Ken Lay og taldi nauðsynlegt að fyrirtækið lagaði missagnirnar og kæmi bókhaldsmálum sínum í lag.

Þegar ekkert gerðist ráðfærði hún sig við kunningja sinn hjá Arthur Andersen, sem var endurskoðunarfyrirtæki Enron. Þá fyrst fóru menn þar á bæ að horfast í augu við ruglið sem var í gangi hjá Enron. Watkins varð síðar mikilvægt vitni þegar þeir Lay og Skilling voru dregnir fyrir dóm. 

----------------------

Upphaflega færslan frá því s.l. júní er aðeins lengri. Hún bar titilinn "Enron-stelpurnar" og hana má lesa í heild sinni hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa samantekt. Ótrúlegt að enginn hafi spurt spurninga hér. Vona að við fúm svona whistleblowara hér.

Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað liðu margir mánuðir frá því að Bjarni Ármanns hætti? Var það ekki mjög svipað?

Héðinn Björnsson, 5.3.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband