Svört bjartsýni eða björt svartsýni?

TIME_Japan_mar_1981Hagvöxtur í Japan varð þokkalegur á 2. ársfjórðungi. Fjölmiðlar stukku margir á agnið og átu hver upp eftir öðrum að kreppan væri búin. Vöxtur væri hafinn á ný.

Reyndar hafa líka verið að birtast fréttir um vöxt í Evrópu. Vandamálið er bara að það er alltof, alltof snemmt að fagna. Ein smá uppsveifla segir ekki neitt. Kannski er kreppan búin - en kannski er ennþá talsvert langt í land og kannski á heimurinn senn eftir að upplifa ennþá dýpri efnahagslægð en hingað til.

Þó svo hagvöxtur í Japan hafi numið 0,9% á 2. ársfjórðungi var hann í reynd minni en margir bjuggust við! Spár höfðu gert ráð fyrir meiri uppsveiflu þarna í landi hinnar rísandi sólar, eftir hinar hressilegu efnahagsaðgerðir japanskra stjórnvalda undanfarið.

Það er ekki nóg með japönsk stjórnvöld verði senn búin að kaupa upp nánast hverja einustu viðskiptakröfu milli japanskra fyrirtækja - þar hefur Seðlabankinn einnig hreinlega afnumið vexti á lánsfé til fyrirtækjanna. Fjárinn hafi það; varla er liðin vika síðan japanski Seðlabankinn ákvað að halda vöxtum áfram 0,1%! M.ö.o. þá er lánsfé nú svo gott sem ókeypis í Japan og búið að vera svo í dágóðan tíma. Samt varð vöxturinn á 2. ársfjórðungi minni en flestir höfðu gert ráð fyrir. Þarna er einfaldlega ennþá allt í kaldakolum.

Dow_Jones_August_17_2009Niðurstaðan í Japan núna ætti fremur að vekja vonbrigði en gleði. Og það vita verðbréfabraskararnir á Wall Street. Þess vegna lækkuðu hlutabréfavísitölur vestan hafs í dag um heil 2-3% (myndin hér til hliðar sýnir Dow Jones í dag, en hún lækkaði um 2%). Hér heima voru fréttirnar um "uppsveifluna" í Japan aftur á móti matreiddar eins og allt sé að smella í lag. Heldur öfugsnúið.

China_what_directionMenn hafa sem sagt verulegar áhyggjur... ekki síst af Asíu. Þessi útkoma í Japan er hundslöpp - og gæti verið undanfari enn válegri tíðinda. Nefnilega þeirra að Kína fari að hægja á sér fyrir alvöru. Þá fyrst yrði fjandinn laus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Hálfum öðrum sólarhring síðar:

As China Stocks Retreat, Fears Grow About Economic Impact
Published: Wednesday, 19 Aug 2009 | 9:09 AM ET

Ketill Sigurjónsson, 19.8.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég hef aldrei skilið að BNA skuli þora að eiga svona mkið undir því að Kína vilji halda í dollarana sem þeir sitja á.

Hólmfríður Pétursdóttir, 19.8.2009 kl. 14:57

3 identicon

Orkubloggið hefur kannski áhuga á að kíkja á þetta (ef það er ekki búið að sjá það):

http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=110997398

Þetta er mjög flott grafísk framsetning á raforkukerfinu í Bandaríkjunum ásamt mati á bestu svæðunum varðandi nýtingu á sólar- og vindorku.

Bjarki (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Skemmtileg mynd. Sérstaklega fróðlegt að sjá 765 kV línurnar, sem stendur til að leggja.

Sbr. líka jólafærsla Orkublogggsins:

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/731946/

Ketill Sigurjónsson, 23.8.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband