Undir rauđri kápu Kína

wang_zifei_1.jpg

Ţađ ćtlađi hreinlega allt um koll a keyra í Netheimum Kína um daginn. Ţegar ungi viđskiptafrćđi-neminn hún Wang Zifei smeygđi sér úr rauđu kápunni sinni. Og sat svo fíngerđ og yfirveguđ í stutta svarta kjólnum og hlustađi međ athygli á Obama Bandaríkjaforseta, sem ţarna ávarpađi kínverska námsmenn á ferđ sinni um Shanghai í nóvember sem leiđ.

Kína er heillandi og furđulegt ríki. Öll vitum viđ ađ undir rauđri kápu Kína má nú líka finna kolsvartan heim kapítalismans. Ţetta er samsetning sem margir töldu ómögulega, en virđist barrrasta virka nokkuđ vel ţarna í Austrinu.

Međ ţví ađ innleiđa takmarkađan kapítalisma og opna fyrir erlenda fjárfestingu í hinu ríkisvćdda alrćđi, tókst kínverskum stjórnvöldum ađ koma á blússandi hagvexti. Fyrir vikiđ hefur kínverska efnahagskerfiđ vaxiđ ótrúlega hratt. Vandamáliđ er bara ađ enginn veit hvort ţessi öri vöxtur stenst til lengdar. Ţó svo hún Wang Zifei hafi náđ ađ höndla vel bćđi rauđa og svarta litinn, ţarna í hátíđarsal Shanghai Jiao Tong háskólans, ţá gćti Kína lent í miklum vandrćđum ef grunnurinn reynist ótraustur.

wang_zifei_10.png

Kína er ađ sumu leyti eins og kleyfhugi. Tökum kínverska orkugeirann sem dćmi. Kína er međ hröđustu uppbyggingu nýrra kolaorkuvera OG líka ţađ ríki ţar sem endurnýjanleg orka vex hvađ hrađast. Nú síđast var kínverska ţingiđ ađ samţykkja nýja löggjöf, sem skyldar allar rafveitur til ađ kaupa ALLT rafmagn sem framleitt er međ endurnýjanlegum hćtti.

Einfalt og gott. Stjórnvöld eiga svo ađ móta nánar hvernig ađ ţessu verđur stađiđ, en međ lögunum á ađ tryggja ađ Kína verđi til framtíđar í fararbroddi ríkja viđ ađ auka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Á sama tíma eru kínversku kolaorkuverin einhver ţau subbulegustu í heimi, enda kínversku brúnkolin svo sannarlega engin hágćđavara.

Ekki eru menn sammála um hvađ sé framundan í kínversku efnahagslífi. Langt frá ţví. Ţegar mađur horfir á bandarísku fréttastöđvarnar virđast bjartsýnu Nautin allsráđandi. Ţađ er reyndar svolítiđ áberandi, ađ bandarísku fjölmiđlanautin, sem nú ţykjast sjá kreppuna ćđa skrćkjandi burt, voru á sínum tíma flest dugleg ađ hćđast ađ ţeim sem vöruđu viđ yfirvofandi ofhitnun efnahagslífsins. Ţađ má svo sem vel vera ađ allt sé ađ fara aftur á skriđ og ađ hikstinn í Kína sé ţegar yfirstađinn. Kannski er allt í besta lagi - bćđi í hinu ríkisstyrkta bandaríska efnahagslífi og undir hinni rauđu kápu Kína. Stćrđ kínversku ţjóđarinnar, miklar náttúruauđlindir landsins, sterkt miđstjórnarvald og agađur hugsunarháttur Kínverja mun kannski forđa Kína frá slćmri dýfu.

wang_zifei_6.jpg

Ţađ er a.m.k. erfitt ađ halda öđru fram, en ađ í framtíđinni hljóti Kína ađ verđa langöflugasta hagkerfi heimsins. Í ţessum töluđu orđum er Kína ađ koma sér ţar ţćgilega fyrir í öđru sćtinu. Fór á yfirstandandi ári (2009) fram úr Japan, sem svo lengi hefur veriđ nćst stćrsta efnahagskerfi heimsins. Áćtlađar tölur segja stćrđ kínverska hagkerfisins nú jafngilda 4.750 milljörđum dollara, en ađ Japan sé 4.600 milljarđar dollara. Ađeins Bandaríkin eru stćrri.

Já - Kína er orđiđ nćst stćrsta efnahagskerfi veraldar. Ađ margra mati er bara tímaspursmál hvenćr kínverska efnahagskerfiđ siglir líka framúr Bandaríkjunum! Bandaríska hagkerfiđ reiknast nú um 14 ţúsund milljarđar dollara. Ţó svo sú tala sé ansiđ mikiđ hćrri en kínversku 4.750 milljarđarnir, ţá ţarf ekki ađ líđa langur tími uns Kína kann ađ ná Bandaríkjunum. Ef t.d. kínverska hagkerfiđ heldur áfram ađ vaxa 10% árlega međan vöxturinn í Bandaríkjunum verđur kannski ekki nema ađ međaltali 2-3% á nćstu árum, mun kínverska efnahagskerfiđ verđa orđiđ hiđ stćrsta eftir ótrúlega stuttan tíma.

Ţeir eru margir sem spá ţví ađ ţetta muni einmitt gerast innan tíđar. Ađ kínverska hagkerfiđ veriđ brátt stćrra en ţađ bandaríska. Í huga Orkubloggarans bergmála samt spásagnirnar frá níunda áratugnum. Sem voru ţess efnis ađ Japan myndi ekki dvelja lengi í öđru sćtinu og brátt fara fram úr Bandaríkjunum.

japan_two_lost_decades.png

Fer eins fyrir Kína eins og fór fyrir Japan? Flestir lesenda Orkubloggsins hljóta ađ muna ţá tíma ţegar uppgangurinn í japanska efnahagslífinu var sem mestur. Var ţađ ekki örugglega á hinum dásamlegu eighties? Japan virtist hreinlega óstöđvandi og var taliđ geta vaxiđ áfram nánast óendanlega mikiđ, eftir ţví sem kaupmáttur myndi aukast í Asíu. Á ţeim tíma fullyrtu margir sérfrćđingar, ađ Japan myndi brátt ná Bandaríkjunum og í framhaldinu verđa stćrsta efnahagskerfi heimsins. Varla höfđu menn sleppt orđinu ţegar japanska efnahagsundriđ hljóp á vegg. Og hefur legiđ ţar síđan steinrotađ. Í heila tvo áratugi hefur japanski draumurinn veriđ í dásvefni - og enn er  ekki útséđ međ hvenćr úr ţví fer ađ rćtast.

sse_composite_index_2009.png

Ţegar litiđ er aftur til sögunnar er eflaust bćđi hćgt ađ fćra rök međ og móti ţví ađ uppgangurinn í Kína hljóti ađ vera bóla. Ţróun hlutabréfaverđsins í kauphöllinni í Shanghai bendir kannski ekki augljóslega til óeđlilegra hćkkana. En annađ og ennţá skemmtilegra viđmiđ er ţađ, ađ ţegar byggingakranarnir eru orđnir ađ skógi ţá sé falliđ yfirvofandi. Hafa ekki eignabólur alltaf sprungiđ? Af hverju ćtti ţađ ekki líka ađ gilda um Kína?

Ég veit; ţađ stendur eflaust ekki á svörum eđa útskýringum um ţađ frá vísum mönnum af hverju Kína sé öđruvísi. Og ađ ţar gildi ekki gömlu lögmálin um vöxt og ofvöxt kapítalískra hagkerfa. Og ađ Kína eigi mikiđ inni enn, áđur en ástćđa sé til ađ óttast alvarlegt hökt.

wang_zifei_7.jpg

Ţađ ađ segja ađ Kína hljóti ađ stoppa af ţví Japan stoppađi er líklega frekar slöpp röksemd. Kína á enn gríđarmikiđ af ódýru vinnuafli, sem ekki hefur ennţá veriđ nýtt í efnahagsuppganginum. Og ţar eru líka miklu meiri ónýttar náttúruauđlindir en voru í Japan. Svo virđist efnahagsleg stađa Kína reyndar bara bćrileg. Ţar hafa t.d. vextir ekki veriđ keyrđir jafn svakalega niđur, eins og í Bandaríkjunum og víđar. Ţess vegna er ennţá fyrir hendi dágott svigrúm til vaxtalćkkana ef á ţarf ađ halda (útlánsvextir í Kína hafa haldist nálćgt 5% allt áriđ 2009). 

Ţrátt fyrir slímuga slóđ sprunginna fasteigna- og verđbréfabóla um allan heim, er alls ekki víst ađ svo ţurfi líka ađ fara í Kína. Munum eftir orđum hins bráđsnjalla sálfrćđings, Amos Tversky, sem er einmitt líklega merkasti vísindamađurinn sem kvaddi okkur á árinu sem var ađ líđa i aldanna skaut (hann lést 2. júní s.l.). Tversky taldi afar hćpiđ ađ spá í framtíđina međ ţví ađ vísa í fortíđina. Heimurinn er flóknari en svo ađ beita megi fortíđarlínuritum til ađ reyna ađ átta sig á framtíđinni. Menn verđa ađ vera opnir fyrir öđrum möguleikum.

Kínverjar eiga líka alveg ókjör af dollurum og geta t.d. notađ ţá til ađ kaupa upp náttúruauđlindir, námur og hráefni um allan heim. Fćru létt međ ađ kaupa allan nýtingarétt á Drekasvćđinu og stađgreiđa ţannig Icesave fyrir Íslendinga. Ef ţeir bara kćra sig um. Kínverjar eiga sem sagt góđa möguleika á ýmsum ađgerđum til ađ örva eigiđ atvinnulíf - ef á ţarf ađ halda.

wang_zifei_8.jpg

Á hinn bóginn eru líka margar kenningar uppi um ađ Kína verđi senn fyrir ţungu höggi. Sumir benda á ađ uppgangur Kína sé háđur mikilli eftirspurn erlendis frá. Sérstaklega frá bandarískum neytendum - en ţar horfir jú ekkert sérsteklega vel ţessa dagana.

Og ţrátt fyrir trú margra á styrkar stođir kínverska efnahagslífsins, eru ţeir til sem segja ađ kínverska efnahagsundriđ sé blađra sem hljóti ađ gefa eftir. Ţađ er t.d. rökstutt međ ţví ađ peningaflóđiđ í Kína sé ađ miklu leyti komiđ frá hinu opinbera; ríkinu, sveitarfélögum og ríkisfyrirtćkjum. Fyrir tilstilli lána og peningaprentunar  Efnahagsuppgangurinn byggi á einhverri óhugnalegustu skuldasúpu sem hafi nokkru sinni veriđ hituđ upp. Góđur gangur hjá kínverskum stórfyrirtćkjum sé til kominn vegna dćmigerđrar eignabólu, ţar sem saman fari síhćkkandi fasteignaverđ og hringekja hlutabréfahćkkana. Og ađ ţví muni koma ađ eignabólan springi og eitrađar skuldirnar hrynji yfir kínversku ţjóđina.

Ţađ yrđi óneitanlega dramatískt ef satt reynist. Ađ kínverski verđbréfamarkađurinn sé lítt skárri en hiđ svakalega ástarbréfakerfi íslenska bankageirans. Hvellurinn yrđi vćntanlega ćrandi ef slík megablađra myndi springa. Vonandi er ekkert ađ marka slíka svartsýni. En óneitanlega bíđur Orkubloggarinn spenntur eftir ţví ađ sjá hvađ leynist undir hinni rauđu kápu Kína. Reynist ţar allt vera slétt og fellt... eđa kannski rotiđ? Látum ţađ verđa lokaorđin í dag. Orkubloggarinn óskar lesendum sínum farsćldar á nýju ár. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband