12.12.2010 | 21:16
Rothschild í hrávörustuði
Nathaniel Philip Rothschild virðist hafa mikinn áhuga á áliðnaðinum þessa dagana.
Þessi helsta stjarna Rothschild-fjölskyldunnar nú í byrjun 21. aldarinnar varð nýlega hluthafi í hrávörurisanum Glencore International. Fyrirtækinu dularfulla sem ræður því sem það vill ráða í Century Aluminum, sem er m.a. eigandi Norðuráls í Hvalfirði. Og nú virðist Rotskild-strákurinn æstur í að eignast umtalsverðan hlut í Rusal'inu hans Oleg Deripaska.
Þar er um að ræða stærsta álfyrirtæki heimsins. Kannski æxlast þetta þannig að Rusal (og þar með Deripaska) verði brátt orðið eigandi að álverinu í Hvalfirði og grunninum í Helguvík? Þá færi kannski að hýrna aftur yfir þeim álfunum suður með sjó, sem seldu frá sér ættarsilfrið í iðrum Reykjanessins. Það væri svo auðvitað athyglisverður bónus ef sjálfir Rothschild'arnir myndu fylgja með í kaupbæti.
Það er sossum ekkert nýtt að Rothschild-fjölskyldan sé áhugasöm um hrávörur og þar á meðal ál. Minnumst þess að Rothschild-bankarnir voru einmitt meðal æstustu þátttakenda í olíuæðinu við Bakú um aldamótin 1900. Og Rothschild-fjölskyldan var mikilvægasti fjármögnunaraðilinn á bak við demantaævintýri Cecil Rhodes í sunnanveðri Afríku skömmu fyrir aldamótin 1900. Fjölskyldan fjármagnaði líka málmaveldið Anglo American, sem oftast er kennt við hinn þýska Ernest Oppenheimer. Og Rotskildarnir hafa að auki alltaf átt mikla hagsmuni í námurisanum Rio Tinto. Sem í dag heitir Rio Tinto Alcan og er eigandi álversins í Straumsvík.
Já - bæði nítjándu öldina og nær alla þá tuttugustu var þessi ofurefnaða gyðingafjölskylda meðal helstu þátttakenda í hrávöruviðskiptum heimsins. Og nú eru horfur á að einhver bjartasta von fjölskyldunnar, ungstirnið Nathaniel Rothschild, ætli sér að leggja ennþá meiri áherslu á hrávörumarkaðinn en verið hefur síðustu árin. Enda vita framsýnir menn að hugsanlega er þetta allt að verða uppurið. Enfaldir hlutir eins og jörð og grjót kann að vera sú fjárfesting veraldarinnar sem mun skila mestum hagnaði nú þegar við erum "running out of everything"!
Það er ekki nóg með að einhver alefnaðasti laukur Rothschild-fjölskyldunnar eigi nú bæði hagsmuna að gæta í Straumsvík, í Hvalfirði og í Helguvík. En jafnvel þó þetta séu allt saman stór verkefni á íslenskan mælikvarða, eru þetta hreinir smámunir í augum piparsveinsins Nathaniel Rothschild. Hann horfir á stærri dæmi, eins og þátttöku í Rusal. Þar væri hann orðinn samtarfsmaður álmannsins með drengsandlitið; milljarðamæringsins Oleg Deripaska.
Þarna eru á ferðinni menn sem vita hvert skal halda til að fá góðan arð af náttúruauðlindum. Það væri kannski viðeigandi að þessir tveir ljúflingar yrðu aðaleigendur einhverra af íslensku álbræðslunum. Fyrirtækjanna sem skófla til sín mest af þeim ábata, sem til verður af hinni ódýru grænu íslensku orkuframleiðslu.
En höldum í smá stund til upphafsins og sögunnar. Fólk kennt við Rothschild er rakið til þýska gyðingsins Amschel Rothschild, sem uppi var í Frankfurt í Þýskalandi um aldamótin 1800 (1744-1812). Á sama tíma og Íslendingar tókust á við Móðuharðindin, efnaðist Amschel Rothschild á fjármálavafstri og var sannkallaður útrásarvíkingur þeirra tíma. Hann stofnaði til viðskipta í öllum helstu borgum Evrópu og fjölskyldan varð brátt þekkt fyrir að vera einn helsti lánveitandi aðalsins um alla álfuna.
Sagt er að grunnurinn að æpandi auði fjölskyldunnar hafi einkum verið styrjöld Breta og Frakka sem endaði með niðurlagi Napóleons við Waterloo. Á þeim tíma var Nathan Rothschild, einn af sonum Amschel Rothschild, yfir öllum viðskiptum fjölskyldunnar í Bretaveldi. Ásamt bræðrum sínum var Nathan þessi, sem einmitt er forfaðir áðurnefnds Nathaniels í þráðbeinan karllegg, upphafsmaðurinn að umfangsmiklum viðskiptum með skuldabréf ríkja eins og við þekkjum svo vel í dag. Þessi viðskipti gerðu Bretum kleift að fjármagna stríðsreksturinn gegn Napóleon og sköpuðu bönkum Rothschild-fjölskyldunnar æpandi mikinn hagnað. Og lögðu þannig grunninn að fjármálastórveldi fjölskyldunnar
Illar raddir segja reyndar að ofsagróði Rothschild-bræðranna þarna snemma á 19. öldinni, í kjölfar sigurs hertogans af Wellington á Napóleon við Waterloo, hafi orðið til með fremur vafasömum hætti. Rothschild-fjölskyldan hafi einfaldlega búið yfir hröðustu upplýsingaveitu Evrópu og fengið fréttirnar frá Waterloo á undan enskum stjórnvöldum! Sem þýddi að Nathan Rothschild fékk í reynd innsýn í framtíðina og gat nýtt sér þessar upplýsingar til að taka viðeigandi ákvarðanir í kauphöllinni í London, áður en markaðurinn vissi hvað gerst hafði við Waterloo. Hvað sem sannleika slíkra sagna líður, þá varð Nathan Rothschild á skömmum tíma efnaðasti maður á Bretlandseyjum. Og var meira að segja talinn vera ríkasti maður veraldar, þegar hann lést árið 1836.
Í dag eru Rothschild'arnir ekki lengur bara í viðskiptum í Evrópu, heldur dreifðir um veröld viða. Á tímabili var fjölskyldan stórtæk í hrávöruviðskiptum og þá helst með olíu og gull. En á síðari árum er það bankastarfsemi og fjármálaþjónusta sem hefur verið hryggjarstykkið í fyrirtækjum fjölskyldunnar. Fjölskyldan hagnaðist t.a.m. gríðarlega á einkavæðingu Thatcher's í Bretlandi, þegar fyrirtæki þeirra sáu bæði um einkavæðinguna á bresku járnbrautunum og á gasfyrirtækinu British Gas.
En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Eins og svo margir aðrir milljarðamæringar hefur Rothschild-fjölskyldan stundum fengið að kenna á óréttlæti veraldarinnar. Árið 1996 gerðist það t.a.m. að fjármálamaðurinn Amschel Rothschild fannst hengdur á hótelherbergi í París, einungis rétt rúmlega fertugur að aldri. Einnig hann var kominn í beinan karllegg af sjálfum höfuðpaurnum Nathan Rothschild, sem spáð hafði með afbrigðum vel fyrir um sigur Wellington's við Waterloo. Amschel átti einmitt að taka við stjórnun á fyrirtækjum fjölskyldunnar í Englandi og því var þessi illskiljanlegi sorgaratburður gríðarlegt áfall.
Og Rothschild-fjölskyldan hefur ekki bara þurft að takast á við persónulega harmleiki. Oft hafa utanaðkomandi öfl gert fjölskyldunni mikinn grikk. Byltingarástandið 1848, Kreppan mikla og uppgangur nasismans voru atburðir sem hjuggu djúp skörð í bankaveldi Rothschild-fjölskyldunnar um alla Evrópu.
Jafnvel núna í nútímanum er enginn friður. Það var t.a.m. magnað þegar Mitterand þáverandi forseti Frakklands tók sig til árið 1981 og þjóðnýtti sjálfan fjármálarisann Banque Rothschild í Frakklandi! Til að strá salti í sárið var fjölskyldunni í nokkur ár meinað af frönskum stjórnvöldum að stofna nýjan banka með nafni fjölskyldunnar. Fljótlega varð þó hægri maðurinn Chirac forsætisráðherra í Frakklandi og nánast samstundis varð til Rothschild & Cie Banque. Upprisa fjölskyldunnar í Frakklandi var hafin.
Þessi flétta hjá frönsku sósíalistunum gegn Rothschild-fjölskyldunnu um miðjan 9. áratuginn var óneitanlega svolítið kaldhæðnisleg í ljósi þess að í heimsstyrjöldinni síðari voru það nasistarnir sem þjóðnýttu bankastarfsemi fjölskyldunnar (í Þýskalandi). Og leppar nasistanna í frönsku Vichy-stjórninni gerðu hið sama í Frakklandi. Rothschild'arnir hafa því hvorki fengið að vera í friði fyrir fasistum né sósíalistum. Það er vandlifað. Sumir segja þetta vera skýrt dæmi um djúpstætt gyðingahatur í álfunni gömlu. Ljótt ef satt er.
En nú er sem sagt þessi ósigranlega fjármálafjölskylda komin á fullt í hrávörurnar eftir að hafa að mestu haldið sig frá þeim um tíma. Hér hefur verið minnst á álið og hver veit nema umræddur Nathaniel Rothschild verði senn orðinn helsti eigandi einhverra íslensku álfyrirtækjanna.
En hann er á fleiri vígstöðvum en bara í álinu. Nathaniel er t.am. í stjórn Barrick Gold, sem er stærsta gullnámufyrirtæki veraldarinnar. Þar er hann í slagtogi með öðrum ofurríkum gyðingi; sjálfum Peter Munk [sbr. myndin]. Munk þessi er um margt merkilegur náungi. Hann var einn þeirra sem slapp frá Ungverjalandi árið 1944 þegar nasistarnir leyfðu slatta af sterkefnuðum gyðingum að flýja til Sviss - gegn laufléttri greiðslu. Um 450 þúsund aðrir ungverskir gyðingar voru ekki alveg jafn lánsamir og voru sendir í gasklefana í Auschwitz. Stundum er gott að eiga pening.
Það vantar ekki dramatíkina í kringum evrópsku gyðingana. Hvort sem það eru ofsóknir, hörmuleg örlög eða ævintýralegur auður, er lífshlaup þeirra engu líkt. Og hinn geðþekki Nathaniel Rothschild er hvergi nærri hættur. Undanfarið hefur heyrst að hann sé um það bil að gera sannkallaðan risadíl austur í Indónesíu, sem tryggi honum yfirráð yfir stórum hluta allrar kolavinnslu þar í landi. Horfur eru á að þar með verði Nathaniel einhver mesti kolaútflytjandinn til Kína! Spennandi fyrir strákinn.
Sumir álíta meira að segja að þessi nýjustu skref Nathaniel's í álinu og kolunum muni verða til þess að við sjáum senn nýtt risahrávörufyrirtæki í heiminum. Sem muni jafnast á við sjálft Glencore eða Xstrata. En hvað sem því líður, þá er augljóslega ástæða til að fylgjast vel með brallinu í Nathaniel Philip Rothschild, Oleg Deripaska og öðrum helstu vinum þeirra. Einhver sem hefur séð þá á rölti um miðborg Reykjavíkur?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skemmtileg yfirferð.
Svo verður gaman að skoða framhaldið, Nati litli er með Obama í vasanum í gegnum Goldman Sachs, og Oleg hefur einhver tengsl í Rússía.
Þeir stefna líklega að því að ráða ansi miklu í heiminum, þessir sóma drengir.
Gaman verður að skoða hvað Wikileaks kemur með um Goldman Sachs. Þá fer nú að hitan í kolunum. Þá eru þeir Kristinn Hrafnson og félagar ekki lengur að fást við áhugamenn eins og sendiherra og forseta, heldur menn sem eiga eitthvað undir sér og svífast einskis.
Sigurjón Jónsson, 13.12.2010 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.