Paris Hilton er tæknilegt vandamál

Pistill þessa sunnudags verður um sitt lítið af hverju, þar sem athyglinni er aðallega beint að íslensku bönkunum. Fyrst er þó rétt að geta þess, að vegna átaka Rússa og Georgíu er hugsanlegt að olíuflutningar frá georgískum höfnum við Svartahaf stöðvist. Gæti þýtt kauptækifæri! 

Mel-Gibson-Braveheart

En að umfjöllunarefni dagsins. Nú hljóta íslenskir bankamenn að gleðjast. Royal Bank of Scotland hefur nefnilega komist að því, að gríðarlega hátt skuldatryggingaálag vegna íslensku bankanna, hljóti barrrasta að vera einhver misskilningur.

Þessi frétt Moggans um að Skotlandsbanki telji tryggingaálagið "tæknilegt vandamál" er reyndar einhver undarlegasta frétt úr fjármálalífinu, sem Orkubloggið hefur séð lengi. Kannski ekki við mikilli speki að búast frá Skotlandsbanka - þótt hann sé einn stærsti banki Bretlandseyja. Svo vill til að þetta er sá evrópski banki sem hvað mest hefur skitið í buxurnar síðasta árið. Enda hafa hlutabréfin í bankanum fallið um 60% á tiltölulega stuttu tíma. Það þykir ansið hressilegt í Bretaveldi. En eins og mig minni að Skotlandsbanki hafi nokkrum sinnum verið í samstarfi með einhverjum íslensku bankanna. Kannski er það bara misminni.

Annars er ég orðinn hundleiður á allri þessari þvælu um skuldatryggingaálag. Ég er líka orðinn hundleiður á evruþvælunni á Íslandi. Eins og kollsteypan heima sé krónunni að kenna. Þegar sökudólgarnir eru í reynd lélegir stjórnmálamenn og gráðugir bankastjórnendur.

paris-hilton

Ég er líka hundleiður Paris Hilton, sem hefur tröllriðið fjölmiðlum hér í Danmörku síðustu vikuna (hún kom hingað að kynna einhverjar veskistuskur).

Hún er mjög djúpvitur, blessunin. "I love Copenhagen - everyone is so blond and beautiful". Er þetta heilbrigt? Ég verð líka bráðum hundleiður á Kína og Ólympíuþvælunni. Hálf pirraður núna.

 

Eina sem ég er ekki leiður á er Brasilía og N-Afríka. Þaðan kemur mesta peningalyktin um þessar mundir. Og í samræmi við þetta dansar maður auðvitað annað hvort við samba eða skemmtilegt Arabapopp um þessa helgina. T.d. þetta stuðlag með egypska snillingnum Amr Diab. Þarna gengur sko allt útá eitt; habibi! Sem er vinakveðja, en merkir líka ástin mín. Hlustið og njótið:

Og hér er sama lag með ísraelsku söngkonunni Ishtar Alabina:


mbl.is Tryggingaálagið tæknilegt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það er allt stopp sem um Georgíu fer.

BTC olíuleiðslan hefur verið lokuð síðan á þriðjudag og verður lokuð í amk 2 vikur. En kúrdarnir sprengdu hana í Tyrklandi. Þá sprengdu Rússarnir höfnina í Poti en þar eru mikið af olíu frá Kaspíahafi skipað upp. Svo leggja menn tæplega í mikla olíuflutninga á landi í Georgíu þessa dagana.

Þannig að hálf milljón tunna af olíu er ekki að berast á Evrópumarkað næstu vikurnar, sem telur nú drjúgt.

Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á markaðinn? Og eiga Evrópuríkin einhverjar birgðir af olíu til að spila úr?

Júlíus Sigurþórsson, 10.8.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Takk fyrir ábendinguna, Júlíus. Um leið og maður dregur sig í hlé frá markaðnum fylgist maður ekki jafn vel með fréttum. Sé þetta rétt, er rökrétt að verðið hækki talsvert. En vera kann að slíkt war-premium hafi þegar verið komið inn í verðið og verðlækkunin hefði einfaldlega orðið meiri ef átökin hefðu ekki orðið.

------------------

Svo læt ég hér fylgja link, sem sýnir enska þýðingu textans í arabalaginu hér að ofan (Habibi ya nour el-ain):

http://www.shira.net/nourelain.htm

Ketill Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband