Arðsemi orkuútflutnings

VIB-ardsemi-orkuutflutnings-sept-2014

Tilefni er til að vekja athygli á fundi, sem fram fer í Hörpu þriðjudaginn n.k. 9. september (á morgun) kl. 17-18:30. Fundarefnið er arðsemi orkuútflutnings.

Samkvæmt fundarboði mun Ola Borten Moe, fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs, tala um reynslu Norðmanna af alþjóðlegum orkumarkaði. Á fundinum er ráðgert að m.a. verði fjallað um eftirfarandi: 

  • Hver hefur reynsla Norðmanna verið af orkuútflutningi?
  • Hver eru framtíðaráform Norðmanna?
  • Er raunhæft að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu?
  • Yrði orkuútflutningur um sæstreng frá Íslandi arðbær?

Pallborðsumræður verða í kjölfarið og þátttakendur auk Ola Borten Moe eru: 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. 
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra.
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners.

Fundarstjóri er Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB og Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka, stjórnar pallborðsumræðum. Sjá upplýsingar og aðgengi að skráningu hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband