Orkufjárfestingar Breta á fullri ferð

National-Grid-Transmission-LinesMetnaðarfull orkustefna Bretlands felur í sér mikla fjárfestingaþörf. Þar á meðal eru ný raforkuver, m.a. kjarnorkuver og vindorkuver, og stórfelld uppbygging í raforkuflutningskerfinu.

Miklar endurbætur verða gerðar á flutningsnetinu innan Bretlands og einnig er markmið Breta að byggja upp fleiri raforkutengingar við útlönd. Nýjasta tengingin þar er BritNed kapallinn milli Bretlands og Hollands. Næsta stóra tengingin verður sennilega kapall á milli Bretlands og Noregs. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst áhuga á kapli milli Bretlands og íslands, en íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað hefja viðræður um slíkt verkefni.

EIB-logo-headquartersÞessi verkefni Bretanna eru kostnaðarsöm og kalla að á mikið fjármagn. Sú fjármögnun virðist á góðri hreyfingu. Allra nýjustu tíðindin eru þau að breska landsnetið, UK National Grid, var að gera risastóran lánasamning við Evrópska fjárfestingabankann (EIB).

Umrætt lán National Grid frá EIB hljóðar upp á 1,5 milljarð GBP. Þetta samsvarar rétt tæpum 300 milljörðum ISK. Athyglisvert er að þetta er stærsta einstaka lánið sem EIB hefur lánað til eins og sama fyrirtækisins. Lánið sýnir að þær stóru framkvæmdir National Grid sem eru framundan í flutningskerfi Bretlands njóta mikils og breiðs trausts hjá ríkjum Evrópusambandsins. Og lánið sýnir líka að orkustefna Bretlands er raunveruleiki, en ekki eitthvert ótrúverðugt framtíðarleikrit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband